Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

13.3.04

Svefnsófi...handa mér?

Mamma og pabbi keyptu svefnsófa í gær. Held að hann sé að einhverju leiti ætlaður mér, ef ég skyldi vera með læti þá er hægt að fara með mér þangað á nóttunni. Mig grunar þetta því mamma Gústafs Bjarna og Emils Gauta sagði það við mömmu að það væri gott að annað foreldrið gæti hvílt sig á með hitt sægi um mig....Mér finnst nú bara að allir eigi að sjá um mig og sýna mér athygli...nei, kanski ekki alltaf, það er allt of erfitt að skemmta fólki allan liðlangann daginn.

Engin ummæli: