Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

20.5.09

Helgamma Hulk

Bjartur sagði við Helgömmu að hún væri "sterk eins og Hulk" þ.s. það sást svo vel í æðina á höndinni á henni( alveg eins og á Hulk ).

12.5.09

Áfram Ísland

Hér var gleði í kvöld. Júróvisjónpartý. Bjartur gerði langborð hérna í holinu og lagði á borð, þjónastyle. Allir í fjölskyldunni gæddu sér á tacos og burritos yfir byrjunarlögunum... nema Dagný. Hún sat í ömmustólnum sínum með svuntu og matarkex ;o)
Svo þegar allir voru búnir að borða var borðunum rutt til og hið fínasta dansgólf kom þá í ljós. Þegar "Jóhanna of iceland" söng voru allir dáleiddir og stoltir af sinni manneskju. Svo var hasarinn og stuðið orðið svo mikið að náttfötin voru tekin fram og tennur burstaðar og pabbinn búinn að lesa fyrir liðið áður en ljóst var hvaða lönd komust áfram, Logastyle!
Þegar kynnarnir tilkynntu hvaða land færi síðast í undanúrslitin heyrðist í Bjarti:,,Hvað gerðist?" Mamman sagði að Ísland hefði komist áfram í aðalkeppnina. "YESSSSS!" heyrðist þá í okkar manni, mömmustyle ;o)
Það verður sko aftur partý á laugardaginn!