Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.6.06

Bjartur gæi

Daginn, daginn.
Ég er nýkominn heim frá "Þeyðisfiðði". Þetta var svaka upplifun fyrir mig sko! Ég fór í FLUGVÉL!! Mamma og pabbi segja mér að ég hafi nú farið áður í flugvél á Seyðis en ég man ekkert eftir því.. Ég sat spenntur þegar flugvélin fór í loftið og sá þegar dekkin fóru inní flugvélina! Svaaaaakalega fannst mér þetta flott! Ég sá líka sjóinn og húsin sem voru pínulítil og pínulitla bíla líka.

Mikið var ég líka glaður að sjá hana Helgömmu (sem ég kalla bara Helgu núna því Sól gerir það). Við keyrðum í afabíl á Seyðisfjörð og ég rataði sko alveg um afahús! Vissi alveg hvar pottaskápurinn er og dótið og svona- maður er nú klár í kollinum. Það er alltaf gaman hjá ömmu. Hún leyfir mér að sulla í eldhúsvasknum og dekrar við mig eins og hún möööögulega getur. Mér finnst æðislegt að rápa inn og út í garð og hlaupa í grasinu á sprellanum, tjalda, grilla, sparka bolta, leika með nýju gröfuna mína og stóóóra vörubílinn. Ari Björn kom og lék smá við mig og haldiði að hann Óðinn Bragi, vinur minn, hafi ekki verið þarna líka!!? Hann á víst líka afa og ömmu á Seyðis. Við lékum okkur helling, ásamt Jónasi Bjarka frænda hans. Settum bensín á bílinn og fórum í fjallgöngu alveg aleinir og allt! Já, það er hægt að segja að Seyðisfjörður sé algjört ævintýraland fyrir mig! Og ég á eftir að segja frá AÐALATRIÐINU. Ég fékk að stýra lyftara í vinnunni hans Braga og sá kranabíl að störfum og ég veit ekki hvað og hvað! Þið sjáið bara hvað ég er flottur á myndunum sem koma bráðum, því auðvitað var ég myndaður á alla kanta.
Svo kom að heimferð :o( Þegar við vorum að fara sagði ég:"Nei! Mamma og pabbi fara flugvélina. Dattur vera á Þeyðisfiðði og passa ömmu!" En ég fæ víst engu að ráða.... bráðum förum við líka aftur og hittum allt liðið.

Núna eru dagarnir bara venjulegir- ég fer til Hildar og leik við krakkana, kem svo heim og sýni harðstjórahliðina á mér, fæ að grenja það úr mér og svona ;o) Ég gefst ekki upp á að reyna að stjórna, neineinei... hehehe.
Læt ykkur vita þegar gæjamyndirnar koma;o)
Síjúbæ

5.6.06

Togið í spottann, afmælið er í dag!

Vaknaði hress og kátur eldsnemma í morgun, enda grunaði mig að eitthvað væri í gerst. Vitir menn, átti ég ekki afmli í dag, eða eins og Viddi segir, "Togið í spottann, afmælið er í dag". Talandi um Vidda þá skreið ég uppí til mömmu og pabba og fékk þá tvær gjafir og getiði bara hvað var í þeim :) Viddi( frá Helgömmu ) og Bósi( frá ma&pa ). Það var nú gaman að fá þá félagana loksins því ég er rosalega duglegur að horfa á þá félaga og ævintýri þeirra í leikfangastögunum tveimur í sjónvarpinu. Við fórum allir saman að horfa á leikfangasögu 1: ég, Bósi og Viddi. Ég er svoldið upptekinn af Bósa og Vidda og hef ekki alveg tíma til að sinna Binna( dúkkunni minni ) en hann fær samt að leika með okkur :)
Fullt af gestum komu í afmælisveisluna mína í dag. Pabbi eldaði fullt af pizzu, mamma eldaði gröfuköku og amma kom með kökur. Ég fékk fullt af flottu dóti og fötum og fleiru. Pabbi spilaði á gítar undir afmælissöngnum og allir sungu amælissönginn handa mér og þá var ég orðinn "teggára".

2.6.06

Bjartur kisa

Mamma. Ég er lítil kisa en þegar ég er búinn að vera kisa þá verð ég aftur Bjartur!
Einn að tryggja sig- vera viss um að hann sé ekki tekinn of alvarlega...

Karlrembutaktar

Þegar Bjartur er að leika sér með kubbakallana og kubbakonurnar virkar ekki að skíra þeim einhverjum nöfnum. Þannig að þegar hann leikur sér heyrist: Komdu kona!, Keyrðu kona! Kona? Komdu kona? Alveg eins og lítið karlrembusvín, án þess að hann geri sér grein fyrir því.
Svo eru tveir gráhærðir kubbakarlar. Þeir eru báðir afi, einn gamli afi og hinn bara afi- hvers vegna vitum við ekki alveg...Væri gaman að komast inní hugann á honum stundum.