Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

29.5.04

Myndbandsupptökuvélin komin

Jóhann frændi kom í mat í gærkvöld með myndbandsupptökuvélina frá USA sem hefur verið á dagskrá á mömmu og pabba að kaupa síðan í janúar. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu þannig að nú get ég farið að undirbúa útkomu en ég hef verið að bíða eftir að kvikmyndaliðið væri tilbúið fyrir komu mína =) Þannig að það er aldrei að vita nema ég fari að láta sjá mig...en ætla nú aðeins að njóta þess að kúra í mömmu =)

15.5.04

Mamma gamla

Varð hún mamma ekki bara gömul líka...með mig í maganum á sér, ég vona að þetta smitist ekki til mín. Nú er hún alveg jafn gömul og pabbi gamli kall. Þetta var svaka veisla á sunnudaginn og við vorum alveg búin á því seinnipartinn, allt fullt af fólki og krökkum og við að þjótast út um allt...svona öðru hverju. En þetta var bara gaman og við kvíldum okkur um kvöldið...og daginn eftir, enda vorum við alveg búin á því þá.

12.5.04

Er ég strákur?

Mömmu dreymdi fæðinguna og nú er allt komið á hreint samkvæmt þeim draumförum. Ég verð strákur og mun koma í heiminn þann 4. júní, verða 4020 gr. og rétt yfir 50 cm. Þegar að mamma komst að því að það eru 16 merkur var hún ekki alveg jafn til í það og áður, en nú er bara að sjá hversu sanndreymin hún er =) Helga amma hefur verið á því að ég sé stelpa en hún sagði líka að kanski væri ég bara svona séð(ur) að vera strákur, því bæði hún og mamma myndu alveg missa sig í innkaupum á stelpudóti...a.m.k. missa sig meira heldur en ef ég er strákur :)

3.5.04

Gestabókin mín

Loksins er ég búin[n] að setja gestabók á síðuna mína. Þannig að nú geta allir sem vilja skrifað mér skilaboð eins og litli dvergurinn hérna á myndinni =)

Gestabókin er tilbúin

Síðan voru að koma nýjar myndir úr prentun af mér, mömmu og pabba og bumbunni hans, þær má finna á myndasíðunni minni =)

Ég er alveg að missa mig úr spenningi yfir öllum þessum nýjungum á siðunni MINNI...en farið að syfja líka =)

1.5.04

Pabbi og DVD teiknimyndirnar

Það þarf nú ekki mikið til að kveikja í áhuga pabba á innkaupum á DVD teiknimyndum. Mamma sagði honum í dag frá því að Pixar myndir væru á afslætti og hann var ólmur í að komast þangað, og fór út með 3 myndir. Ég er farin(n) að efast um að þetta sé allt fyrir mig, mig grunar að pabbi sé svoldill teiknimyndakall sjálfur og það er spurning hvort ég eða hann veðrum meira í því að horfa á myndirnar á komandi árum.