Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

26.2.04

Fullt af krílum

Nú fórum mamma & pabbi á einhverjar foreldrafræðslu? Veit ekki hvaða stress þetta er í þeim, hljóta að halda að ég verði eitthvað vandræðabarn >:) en þetta var fínt, það var full af krílum í maga mömmu sinna þarna og það fór ágætlega um okkur þótt þetta væri alveg þriggja tíma seta...enda fengum við okkur rjómaís í hléi =)

23.2.04

Annað barn í bumbu

Fórum saman, fjölskyldan, í bollukaffi og þar var ein með barn í maganum alveg eins og mamma...ég held að það sé strákur, án þess að hafa hugmynd um hvað strákur er, eða stelpa, en maður verður að vera með í þessu og giska...eða kanski veit ég eitthvað sem ég segi ekki :)

18.2.04

Í dvala

Jæja, ég hef gefist upp. Það er alveg sama hversu fast ég hef sparkað ég kemst bara ekki út. Í öllum látunum snéri ég mér svo mikið að ég hef ekki minnstu hugmynd um lengur hvað er upp og hvað niður. Þannig að núna hef ég það bara náðugt og hugsa um eitthvað annað en að reyna að sleppa hérna. Það er bara orðið svo þröng. A.m.k. tókst mér að búa til smá meira pláss með öllu þessu sparki.

11.2.04

Pabbi kom snemma heim

Pabbi fór í íþróttir eftir vinnu, og ætlaði síðan á tónlistaræfingu þannig að við mamma áttum ekkert von á að sjá hann fyrr en seint í kvöld...en síðan birtist hann bara snemma í kvöld. Það var nú ekki verra þar sem við mamma vorum farin að spá hvað ætti að borða og fyrst pabbi var kominn heim var haldið uppá það með pizzu. Reyndar ekki pabbapizzu heldur bara einhverri skyndibitapizzu en þær standa alveg fyrir sínu...væri alveg til í pizzu með eplamauki, þarf að koma því í gegn. Held að það gæti virkað vel á kríli eins og mig :)

9.2.04

Úff...þreytan

Það var nú nóg að gera í gærkvöldi. Fengum gesti en ég fékk nú lítið tækifæri á að sýna mig, en fékk gott að borða. Síðan var spilað fram á nótt, og ég var aðeins of sybbinn í morgun til að nenna þessu og mamma var alveg til í að sofa lengur. Pabbi reif sig á fætur og fékk sér að borða án okkar, og lagðist svo á meðan við borðuðum...en mamma þarf bara að vinna í 3 tíma, síðan brunum við heim og leggjum okkur fram yfir hádegi :)

3.2.04

Hlaupasprettur

Það var nú rólegi hlaupaspretturinn tekinn í kvöld. Mamma dottaði yfir sjónvarpinu í heimsókn hjá Lilju&Svölu og ég var hálf utan við mig yfir sjónvarpinu. Enda var þetta ekki bara sjónvarp, heldur á bíótjaldi. En þegar við komum heim fór mamma í bað, og mér finnst það svo gaman. Tók þennan líka rosa sprett um allan magann, fram og aftur alveg heil lengi...síðan þegar við vorum komin inní rúm fór pabbi að róa mig og ég sofnaði fljótt.