Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.11.04

Fyrsta sundferðin

Í dag fór ég í fyrsta tímann minn í ungbarnasundi. Það var heilmikið stuð. Við mættum ásamt fullt af börnum og foreldrum þeirra inní hitametta innilaugina í suðurbænum. Pabbi skaust í sturtu og kom svo og fór með mig ofan í laugina á meðan mamma gerði sig klára í slaginn. Ég var nú ekki alveg sáttur við hin börnin, þau voru öðru hverju eitthvað að grenja og ég verð nú að taka þátt með samúðargráti. En annars kunni ég bara vel við mig. Sundkennarinn kom og skvetti vatni framan í mig og ég var nú ekki par sáttur og sýndi honum það með smá skeifu, en það hafði nú lítil áhrif á hann. Sagði bara að ég væri duglegur. Nú bíð ég bara spenntur eftir næsta tíma eftir viku =)

Engin ummæli: