Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.7.09

Ekkert bloggstuð

Nei, maður er í voða litlu bloggstuði þessa dagana. Vonandi stendur það þó ekki lengi yfir. Við erum nú hætt öllu flakki... í bili... Erum nýkomin heim frá Seyðis. Þar voru allir í dekri eins og venjulega hjá Helgömmu og Braga (afa). Tókum reyndar lítið sætt hús á leigu til að létta aðeins á Múlaveginum því þar var ansi fjölmennt á tímabili vegna LungA. Það var bara voða kósý en alltaf best að vera í Helgömmuhúsi.
Sunna blés allt loft úr sér í sápukúlur þarna fyrir austan og sér ekki enn fyrir endann á því æði. Svo fór hún í prinsessuleik á hverjum degi og skipti reglulega um kjóla sem Rakel frænka átti. Sneri sér svo í hringi fyrir framan spegla og dansaði um og pósaði eins og fyrirsæta þegar teknar voru myndir af henni. Ef þessi stelpa verður ekki söng og leikkona veit ég eiginlega ekki hvað annað!
Bjartur gerðist smiður og negldi nagla í spýtur eins og ég veit ekki hvað. Bjó til kofa í garðinum og klifraði eins og köttur í trjánum. Svo hljóp hann um bæinn eins og hann ætti heima þarna, enda orðinn heimavanur. En hann þorir varla einn út í garð hér heima en svo fannst honum æðislegt sport að hlaupa á undan alltaf í sundlaugina, leikvöllinn eða heim á Múlaveg.
Dagný kom heim allt annað barn heldur en það sem fór í ferðalagið! Hún er svo breytt krakkinn! Komin með aðra tönn og farin að skríða á fjórum, segir mamma, bless, kisa og farin að borða eins og almennilegur krakki.. ekkert mauk alltaf hreint.
Ýmislegt annað var brallað, þó svo að það sé alltaf best bara að hanga í Helgömmuhúsi. Við skelltum okkur á Stöðvarfjörð í Steinasafn Petru. Það var algjör ævintýraferð. Svo heimsóttum við auðvitað Dag og co og fengum að hoppa á trampolíninu og knúsa Kubb nokkrum sinnum og margt fleira. En svo fórum við skyndilega heim vegna veðurs ;o) Það togaði svoldið í okkur að komast heim í sólina...Veðrið var nefnilega ekkert svakalega spennó síðustu dagana. En við förum aftur fljótlega austur... spurning hvort við nennum að keyra aftur. Það er ekki það skemmtilegasta í heimi.