Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

31.7.04

Heimsókn

Óðinn Bragi kom í heimsókn á fimmtudaginn og tók foreldra sína með, sem er bara gott þá hafa mamma og pabbi einhvern félagsskap =) Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Óðinn Braga og hann er svoldið mikið stærri en ég...enn =) Ég var nú hálf feiminn fyrir framan hann og sýndi honum ekki jafn mikinn áhuga og hann hafði á mér, enda er hann meira en helmingi eldri en ég :) Þau pöntuðu sér svo einhvern Asískan mat sem ég kann ekki að nefna, en við strákarnir fengum nú bara gömlu góðu mömmumjólkina, hún klikkar aldrei enda heimtuðum við reglulegar ábótir :)

Engin ummæli: