Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.4.05

Aftur orðinn svaka hress

Góðan daginn, góðir hálsar!
Bjartur is back! ;o) Ég er búinn að vera svo lengi veikur að mamma og pabbi voru bara eiginlega búin að gleyma hvað ég er mikill djókari og hress alltaf. Síðan ég jafnaði mig hef ég verið alveg non stop í að sýna mig og skemmta þeim. Það er líka að koma sumar og ég er alveg kominn með vorfíling um allan kroppinn. Ég er aftur farinn að borða eins og hestur og mömmu er mikið létt! Mér finnst svo gaman að borða því ég er farinn að borða sjálfur. Ég vil sko setja brauðið upp í mig sjálfur og halda sjálfur á mjólkurglasinu. Mamma reynir stundum að setja uppí mig brauðbita, en nei takk- ég spíti honum út og set hann svo aftur upp í mig með mínum eigin puttum - það er allt annað bragð þá. Þegar það er kvöldmatur er ég settur í smekk með ermum, því ég sóða svo mikið, og svo er ég líka með plastsmekk með skúffu sem grípur allt sem ég missi. Ég held að pabba og mömmu finnist voða gaman að horfa á mig borða því þau eru alltaf brosandi og skilja ekkert í því hvað ég er að spá. Maður þarf nefnilega að skoða aðeins matinn, smakka á honum, kíkja svoldið aftur hvernig hann lítur út með því að taka hann aftur úr munninum, sleikja og finna bragðið.... og svo getur maður stungið uppí sig og tuggið með öllum tveim tönnunum og kyngt! Þetta þarf ég að gera með hvern bita og það þýðir ekkert að reyna að gera þetta öðruvísi!
Annars átti ég alveg meiriháttar skemmtilegan eftirmiðdag í dag! Við mamma sóttum pabba í vinnuna og svo fórum við út að labba og ég fékk að renna og ramba og allt!! Ég vona að við gerum þetta fljótlega aftur því mér fannst þetta svo skemmtilegt! Ég er eiginlega alveg viss um að við förum fljótlega því ég sá alveg að mömmu og pabba fannst alveg jafn gaman og mér- við þurfum bara að muna eftir að taka myndavél með næst.
Jæja- sjáumst síðar og munið eftir gestabókinni!

18.4.05

Lasarus

Það var aldrei að ég varð veikur! Ég er sko heldur betur búinn að taka þetta með stæl núna: Ég var sko ekkert að jafna mig á þessum smá hósta eins og ég talaði um síðast- ég hélt bara áfram að hósta og pústið virkaði lítið. Þegar ég var kominn með hita og ekkert búinn að borða í 2 daga fóru ma&pa með mig til læknis. Hann hlustaði mig og sagði okkur að ég væri kominn með lungnabólgu! Ég fékk lyf við því og er voða duglegur að taka þau. En það gengur voða lítið að fita mig- ég hef enga lyst á mat og vil bara drekka. Ég er svo mikill töffari að ég drekk Gatorate hehe. Sannkallaður íþróttaálfur. Núna er ég allur að koma til og alveg merkilegt hvað ég er búinn að vera duglegur og hress þó ég sé veikur (ég heyrði mömmu og pabba segja það í gær). Afi minn og amma mín hafa líka verið dugleg að koma að heimsækja mig og passa það að ég verði ekki alveg grænn af leiðindum að hanga svona alltaf heima.. Þau er alveg mitt uppáhalds
Annars er eiginlega ekkert að frétta af mér.... Ég get svo sem sagt ykkur frá því að ég var klipptur um daginn. JÁ! ekki fá hláturskast. Það ÞURFTI að snyrta smá! Það er alveg svaka munur að sjá mig;o) Svo er ég boðinn í afmæli til hans Emils Gauta á laugardaginn. Það verður gaman! Þá fæ ég að hitta alla strákana og leika! Yeah.
Jæja, læt þetta duga núna- sjáumst.

10.4.05

Mjóni Skjóni

Þá er maður bara kominn í fitun! Já, ég er of fitt fyrir læknana á Heilsugæslustöðinni minni. Núna drekk ég rjómabland og fæ smjör útí matinn minn;o) Ekki kvarta ég yfir því...
Mamma og pabbi (og auðvitað ég sjálfur) fengum að skoða hjartað mitt um daginn. Það var rosa kröftugt og flott. Ég skil ekkert í læknunum að halda að það væri eitthvað að því! Ég sem er svo frískur og flottur! Reyndar búinn að vera hóstandi í smá tíma núna en það er allt að lagast- ég þarf að anda í belg með pústi og það finnst mér sko ekki gaman. Maður verður samt að láta sig hafa það....
Ég hitti félaga mína, bræðurna Gústaf Bjarna og Emil Gauta, í dag. Mikið finnst mér gaman að leika með þeim. Gústaf Bjarni er líka svo duglegur að passa mig að mamma þarf ekkert að vera með augun alltaf á mér. Þeir eiga alveg svakalega mikið af flottu dóti og ég má alveg leika með það næstum því allt! Það er alltaf svo gaman að hitta þá að ég er alveg búinn á því eftirá og sofna vært í vagninum mínum.
Jæja, pabbi ætlar að setja inn páskamyndirnar í kvöld- þá sjáið þið hvað ég hafði það gott á Seyðis hjá Helgömmu.

3.4.05

Við afi erum svo fyndnir

Já við erum góðir saman! Okkur tókst að hrekja ömmu út úr herberginu í nótt- þannig að hún varð að sofa frammi í sófa hehe. Afi hraut svo hátt og ég hóstaði og hóstaði (er með smá kvef í mér) að amma varð að flýja. Það skipti mig engu máli þó afi væri að hrjóta- mér fannst það bara notalegt og svaf alveg til hálf níu í morgun.
Ég var sem sagt í næturpössun hjá ömmu og afa og skemmti mér alveg rosalega vel eins og venjulega- mamma og pabbi eru móðguð út í mig því ég er ekkert svakalega spenntur að sjá þau þegar þau komu að sækja mig. Ég veit að það þýðir bara að þá er fjörið hjá afa búið. Afi er líka svo góður við mig og ég get notað hann eins og fjarstýringu! Þegar hann heldur á mér bendi ég bara þangað sem ég vil fara og hann hlýðir mér alveg. Þegar ég er hjá afa get ég farið hvert sem ég vil. Mamma og pabbi nenna ekki svoleiðis....
Þegar mamma og pabbi sóttu mig fórum við í formúlupartý til Óðins Braga. Gamla fólkið kjaftaði svo mikið að við Óðinn vorum alveg frjálsir og gátum alveg rústað herberginu hans óáreittir! Það var ekki fyrr en við fórum að borða kerti að þau tóku við sér og bönnuðu okkur...Við erum ansi góðir félagar!
Jæja... það er annars ekkert að frétta af myndamálum- en það hlýtur að fara að koma....
Þangað til næst: Hafið það gott og sjáumst!