Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

16.6.04

Draumabarn

Mamma og pabbi eru alveg í skýjunum yfir mér, og allir sem sjá mig eru ofsa hrifnir af mér, enda er ég nú svo lítill og sætur =) Lífið er mjög fínt hjá mömmu og pabba, mamma gefur mér alltaf nóg að borða og pabbi nuddar mig á hverjum degi. Ég hef nú lítið horft á EM með pabba, en mamma hefur verið duglegri að fylgjast með boltanum ásamt honum. Ég er allur að braggast segja foreldrar mínir og pabbi gáttast í hvert skipti sem hann heldur á mér hvað ég sé kominn með góða fyllingu í puttana og orðinn sterkur, þótt að ég sjái nú litinn mun frá degi til dags. Pabbi og mamma settu inn fullt af myndum frá fyrstu vikunni minni í dag þannig að nú er hægt að sjá hvað ég er farinn að braggast =) Á morgun er svo stefnt á að fara út í fyrsta göngutrúinn, þótt að ég ætli nú bara að hafa það náðugt í kerrunni minni =)

Engin ummæli: