Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

26.10.08

Lífið á Hjallabrautinni...

er ljúft. Það gengur allt eins og í sögu.... eða lygasögu...Við trúum því ekki sjálf hvað við erum heppin! Ansi margir að spyrja hvernig gangi nú hjá okkur með börnin. Hvernig eru stóru krakkarnir að taka litlu dúllunni og hvernig er Sunna?? Hehehe litla skessan er bara nokkuð góð. Hún er spennt yfir litla barninu og Bjartur er æðislegur. Hann var reyndar í smá krísu um daginn, vildi bara eiga heima einn með mömmu og pabba en það stóð yfir í svona 10 mínútur. Getur verið erfitt að vera eini prinsinn með tvær sætar prinsessur fyrir systur....

Litla dúllan sefur og drekkur til skiptis og er bara alveg eins og hugur manns. Það er ekki hægt að segja að það sé mikil fyrirferð í þessu barni... ennþá ;o) Hún er afskaplega róleg og ljúf og mikil værð yfir henni. Það lítur allavega út fyrir að Sunna haldi sínum heiðursessi sem aðalstjórnandi í þessari fjölskyldu um ókomin ár ;o)

Pabbinn á bænum hendir reglulega inn nokkrum myndum af undrinu... en hefur sig ekki í að gera gestabók á síðuna. Þið verðið bara að halda áfram að nota kommentakerfið ef þið viljið skilja eftir kveðju. Nema að kallinn fari að taka sig til í andlitinu....

21.10.08

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SUNNA SÆTA SÓL

Þá er litla stóra stelpan okkar orðin 2 ára! Og hún er stolt af því að vera "tegga ára stóra systir". Hún er sem sagt hætt að segja "Víðivellir" þegar hún er spurð hvað hún er gömul.
Það verður eflaust bökuð kaka í leikskólanum og sett upp prinsessukóróna og svo bíður kaka líka þegar afmælisstelpan kemur heim. Svo koma amma og afi og Valgeir í mat í kvöld og þá verður sko veisla!
Myndir úr afmælisveislunni sem var haldin 1. okt.

17.10.08

5 daga skoðun

Dúlla litla fór í fimm daga skoðun í dag. Skoðunin gekk vel og var litla búin að þyngjast og orðin 3045 gr. þrátt fyrir að hafa kúkað yfir allt skiptiborðið andartökum fyrir vigtun...dæmigerð stelpa að kúka áður en hún stígur á vigtina ;)

P.s. það bætist reglulega við nýjar myndir.

11.10.08

Fæðingarsaga Dagnýjar

Ég vaknaði við smá verk klukkan 5 um nóttina. Það leið langt á milli, um 15-20 mínútur, og ekki slæmir verkir. Ýtti nú samt við Loga... sagði að það gæti eitthvað verið að gerast. Mig langaði allavega að fara inná Hreiður því mig grunaði að þessi fæðing yrði hröð eins og Sunnu fæðing. Klukkan 5 mín. í 6 hrindi Logi í mömmu og pabba og sagði að þau yrðu að koma og passa krakkana. Klukkan korter yfir 6 var ég orðin verulega stressuð því allt í einu var orðið svo stutt á milli hríða og sóttin að snarversna og mamma og pabbi ekki komin. Þau komu þó stuttu seinna og þá var brunað af stað. Við fórum yfir á 2-3 rauðum ljósum og ég farin að halda í mér- vildi ekki eiga barnið í bílnum.

Við komum inná Hreiður 6:40. Þar tók Nína ljósmóðir á móti okkur, við fórum inná sömu fæðingarstofu og þegar Sunna fæddist, ég var skoðuð, útvíkkun var lokið þannig að ég hoppaði ofan í baðið og Dagný fæddist 7:25. Kom syndandi upp í mömmufang alveg eins og stóra systir hafði gert. Fullkomin og falleg með svart hár.

2935gr. og 49.5 cm.

Þannig var sú stutta saga... þetta tók ennþá styttri tíma í þetta sinn. Komum á Hreiðrið kl. 6:40 og daman fæddist kl. 7:25.