Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

15.9.04

Duglegur strákur

Pabbi er alltaf að segja mér hvað ég er duglegur...ég þarf nú ekki annað en að hnerra og þá segir hann "Duglegur strákur", held að ég sé í pínu uppáhaldi hjá honum...ásamt mömmu =)
Nú er ég orðinn svo stór strákur að ég er farinn að velta mér af bakinu á magann...pabbi hélt að þetta væri bara einhver tilviljun um daginn hjá mér. Um daginn var mamma að skipta á mér og komst að því að það var heldur mikið af sulli í bleyjunni þannig að boðað var til neyðarsturtu. Þegar við mamma vorum komin inná bað setti hún mig á gólfið á handklæði og skrúfaði frá baðinu. Þegar hún svo leit við hafði ég velt mér að bleyjunni minni og ákveðið að drullumalla aðeins =) Síðan þá hef ég verið mjög duglegur að velta mér. Þetta tók smá tíma að komst yfir á hliðina og stór mál að koma höndinni undan sem ég lagðist alltaf á, en mér gengur nokkuð vel að koma henni frá núna. Ekki að ég sé nú sérstaklega hrifinn af því að liggja á maganam, það er bara gaman að geta skemmt þessu gamla fólki =)

Engin ummæli: