Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

1.5.04

Pabbi og DVD teiknimyndirnar

Það þarf nú ekki mikið til að kveikja í áhuga pabba á innkaupum á DVD teiknimyndum. Mamma sagði honum í dag frá því að Pixar myndir væru á afslætti og hann var ólmur í að komast þangað, og fór út með 3 myndir. Ég er farin(n) að efast um að þetta sé allt fyrir mig, mig grunar að pabbi sé svoldill teiknimyndakall sjálfur og það er spurning hvort ég eða hann veðrum meira í því að horfa á myndirnar á komandi árum.

Engin ummæli: