Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

29.8.04

Heimsóknarhelgi

Um daginn fór ég og kíkti á "kellingarnar" á Hrafnistu. Mamma og pabbi fóru með mig að hitta gamla vinnufélaga mömmu. Þegar við komum þangað hittum við Leif gamla, sem er næstum 100 árum eldri en ég. Síðan heilsuðum við uppá Nönnu sem var afskaplega hrifin af mér og sagði að ég væri himneskur því það væri svo mikil ró yfir mér. Enda svaf ég bara á rúmminu hennar næstum allan tímann sem við vorum þar. Þegar við fórum köstuðum við svo kveðju á Önnu sem er nýorðin 95 ára =)
Um helgina fórum við svo og kíktum á nýja vin minn hann Sindra Róbert sem er nýkominn í heiminn og hafði hann það gott hjá foreldrum sínum og ömmu&afa sem eru í fríi að fylgjast með fyrstu dögum hans hérna. Kíktum líka til Gauta og co., aðeins að sýna mig og fá sængurver frá Helgu ömmu. Þar á meðal voru sængurföt sem pabbi minn notaði og amma mín. Á leiðinni heim fór pabbi og keypti tvær nýja teiknimyndir handa mér...eins og hann segir, hann er nú svoldið hrifin af þessum teiknimyndum sjálfur, en það er nú allt í lagi =)

Engin ummæli: