Bjartur vildi meina að þegar tunglið væri eins og banani í laginu væri það vegna þess að sólin skín ekki á allt tunglið... sem er svo sem rétt, en þegar mamma hans sagði að það væri vegna þess að jörðin skyggði á hinn helminginn var hann ekki alveg að kaupa það.
Leitað var til pabbans í þessu máli og hann spurður út í þetta. Hann bakkaði mömmuna upp; jú, tunglið er ekki fullt vegna þess að sólin skín á jörðina og þá kemur skuggi á tunglið....
"Nei." segir Bjartur.
"Jú". segja mamman og pabbinn.
"Nei" segir Bjartur aftur.
Pabbinn segir: "Bjartur þú ert svo mikill besserwisser. Það þýðir að þú þykist alltaf vita allt".
"Ég veit! HAHAHAHAHAHA...... " sagði þá okkar maður.... stundum hefur maður ekkert í þetta barn!
29.11.11
Beturviti
21.11.11
Hjallabraut-íska
Dagný er skrautleg, það verður ekki af henni tekið. Svo er hún líka svo "dóminerandi" týpa að ef hún segir einhverja vitleysu öpum við það upp eftir henni. Þannig að nú segja allir hér á Hjallabrautinni (þeir sem kunna að tala):
Afskaði í staðinn fyrir afsakið.
Handborgari í staðinn fyrir hamborgari.
Piparpukur í staðinn fyrir piparkökur.
Heimsnokk í staðinn fyrir heimsókn....
Hvað ætli þessi skörungur verði þegar hún verður stór? ;o)
7.11.11
Maður saknar ekki einhvers sem maður veit ekki að er til, er það?
Bjartur var að horfa á náttúrulífsþátt um fólk sem býr hátt uppi í trjám regnskóga og byggir sér hús þar uppi. Þátturinn sýndi hversu einfalt líf þessa fólks er og eitthvað fannst okkar manni þetta vera flott líf. Klifur og alls kyns kúnstir við að kveikja eld og svona sem 7 ára strákum finnst svakalega spennandi. Hann segir:"Oh, ég vildi að ég byggi þarna."
Eitthvað fannst okkur foreldrunum þetta fyndið- tölvu og legosjúklingurinn sjálfur!
"Þarna er sko engin tölva!" heyrðist í gamla fólkinu.
Þá segir gáfnastrumpurinn:"Já ef ég byggi þarna þá myndi ég ekkert vita af tölvum, þannig að....."
Hann kláraði ekki einu sinni setninguna. Þetta lá bara í augum uppi!