Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.4.06

Fullt af heimsóknum

Jæja nú er komið að helstu fréttum.
Ég er nú búinn að vera í VIKUpössun hjá ömmu og afa! Ma&pa fóru til Barcelona með vinnunni hennar mömmu og mér var ekki boðið með. Ég hafði það nú rosa gott í dekrinu hjá ömmu og afa en fyrsta daginn fannst mér þetta eitthvað skrítið... sagði bara:,,mamma, pabbi, Dattur, heim!" En svo þegar leið á vikuna þá neitaði ég því að vera að fara bráðum heim og lúlla heima hjá mömmu og pabba.
Við amma og afi gerðum ýmislegt saman, fórum í sund og svoleiðis. Svo þegar mamma og pabbi komu heim fórum við að sækja þau uppá flugvöll. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera þegar ég sá þau. Hljóp bara í burtu til að byrja með.... svo varð ég nú að faðma þau og kyssa. Á leiðinni heim vildi ég láta mömmu taka mig en varð víst að bíða þangað til við værum alveg komin heim... Þegar við komum heim byrjaði svo fjörið!! Ég fékk MAAAARGA pakka! og svo var ég ekki búinn að sjá dótið mitt svo lengi að ég þurfti alveg að dunda mér aðeins í herberginu mínu með Binna.
Þegar ég átti að fara út í vagn að sofa var ég sko ekki alveg á því!! Vildi bara láta mömmu taka mig en þó sofnaði ég eftir smá rugg- eins og gert er við litlu börnin... Svo var ég voða glaður að fara í mitt rúm um kvöldið og vildi svo bara halda áfram að leika mér með nýja dótið þegar ég vaknaði í morgun. Það var víst ekki í boði- ég þurfti að mæta til Hildar og mamma og pabbi í vinnuna.
Á næstunni fer ég svo að hitta hina ömmu mína- Helgömmu. Við erum að fara í fermingarveislu á Ólafsfirði- mætumst á miðri leið ;o) Ég er spenntur að hitta hana og hún mig! Við höfum ekki sést síðan um áramótin og það er alltof langur tími!
Ég er líka nýbúinn að hitta "nöfnu" mína, hana Helgu BJÖRT. Ég fór með hana og mömmu í Kringluna um daginn til að kaupa fermingargjöf handa Svönu Rós, barnapíu. Ég var ekki lengi að finna það út að ég gat stjórnað nöfnu minni og leitt hana um allt Stjörnutorg eftir mínu höfði! Það hefur ýmsa kosti að vera svona sætur hehehe.
Svo var mér boðið í mat til Halls afa og Sæunnar skáömmu um daginn. Mamma og pabbi komu með og við fengum hangikjöt sem var æðislega gott. Ég eyddi kvöldinu þar í því að laga lampana fyrir hjúin- þeir virka vel núna, búið að mýkja takkana á þeim....
Ég hitti líka Sól, Mána, Dag og Ingu, Emil langafa, Gauta og Svövu, Auði, Björk og Silju. Þau komu hingað í pizzuveislu. Þá var nú meira fjörið! Alltaf gaman að fá svona marga í heimsókn því þá fær maður svo mikla athygli.
Allir hafa nú fengið nýju fréttirnar af fjölskyldustækkuninni og eru voða glaðir- ég er samt ekki alveg að skilja þetta "litla-barn-í-maganum-á-mömmu-tal". Þverneita þessu bara! Í mínum huga er þetta ekki hægt!
En, jæja, þetta er víst orðið ansi langt hjá mér núna....þannig að ég er að hugsa um að hætta bara ;o)
-Bjartur

5.4.06

Alltaf stærri og stærri

Nú eru mamma og pabbi alveg í vandræðum með mig...eða réttara sagt fötin mín. Það er allt að verða of lítið á mig því ég er búinn að stækka svo mikið! Það er eins gott að þau eru að fara bráðum til útlanda og mamma segist ætla að reyna að kaupa fullt á mig þar. Svo er ég orðinn svo rosalega duglegur að tala undanfarið að mamma og pabbi eru bara alveg hissa á þessum framförum allt í einu. Það er ekki langt síðan ég sagði eitt og eitt orð til að koma liðinu í skilning um hvað það var sem mig vantaði eða langaði í. Þau eru bara svo treg greyin að maður verður bara að gjöra svo vel og mata hlutina alveg ofan í þau! Ekki skemmir hvað við "Hengama" erum dugleg að tala saman í símann- Ég er nefnilega búinn að komast að því að það þýðir ekki að segja:"sjáðu?" í símann- maður verður að lýsa hlutunum og segja frá. Hildur dagmamma mín er líka svo dugleg að hvetja mig og segja mér hvað ég er duglegur strákur. Núna er ég sem sagt bara orðinn símalandi daginn út og daginn inn. Pabba og mömmu finnst ég svo sætur þegar ég tala og hlæja eftir hverja setningu. Svo þurfa þau alltaf að apa allt eftir mér sem ég segi. Dæmi:"Dattur - dida- hessa- bílli". Ma&pa:"Já! Bjartur sitja á þessum bíl!"
"Dattur - hara- baaa- kubbana". Ma&pa:"já! Bjartur fer í bað með kubbana!" og fleira og fleira, allan daginn, alltaf jafn stolt á svipinn. Svo láta þau mig segja reglulega "appelsína, kónguló, sokkabuxur, gallabuxur, Ásthildur" og fleiri svona löng orð því þeim finnst það svo sætt!
Það er annars mest lítið í fréttum... fór í fermingarveislu um daginn til hans Kára frænda og skemmti mér manna mest á staðnum! Skelllihló svo með henni Svölu Birnu að undir tók í húsinu. Svo fórum við pabbi að sækja Emil afa í flugvélina um daginn. Það fannst mér svakalega merkilegt. Er svo farinn að kúka í koppinn (löngu búinn að læra að pissa í hann en ekki viljað kúka í hann hingað til)... en það eru kannski engar fréttir því pabbi lét mig hringja út um allt eftir það og segja fólki frá því. Frekar vandræðalegt...
Svo eru bara frekar nýlega komnar inn myndir þannig að ekki fylgja myndir með í þetta skiptið.
Munið svo eftir GESTABÓKINNI minni ;o)
-Bjartur L

2.4.06

Í bíl á leið norður

Snjór þakti allt og Bjartur borgarbarn ekki vanur að sjá snjóbreiðuna yfir allt og sagði "Mamma sjáðu, snjór út um allt gólf".

Bjartur var að teikna mynd

Þegar hann var spurður "Hvað er þetta?" og bent á myndina svaraði hann "Litir"( augljóslega )

"Hvað er í gangi"

Segir Bjartur þegar hann getur ekki eitthvað.

Oní baði

Þegar Bjartur talar um vin sinn "Óðinn Braga" segir hann "Oní baði".

Rennibraut

Þegar Bjartur var spurður að því hvar hann ætti heima sagði hann: "Rennibraut 23". Aðeins að rugla saman Hjallabraut og rennibraut....