Þá er hlaupabólan mætt á svæðið. Bjartur er orðinn frekar skrautlegur. Hann er reyndar einum of hress, þetta virðist ekki fara illa í hann... ennþá. Hann er ekki með hita og er svekktur yfir að vera "talinn" lasinn ;o) Má ekki fara á leikskólann þegar það er svo mikið skemmtilegt í gangi.
Sunna smitast án efa fljótlega og vonandi fyrr en seinna því það styttist nú í jól...
Pabbinn á bænum fór útúr bænum. Hann er að fylgja Emil afa okkar til grafar og kemur aftur heim á sunnudaginn. Þá á hann afmæli og það verður að baka flotta köku fyrir hann. Hann verður glaður með það. Hver veit nema að hann fái eins og einn-tvo pakka líka;o)
Gestabókin okkar er biluð....en það má alveg kommenta í staðinn ;O)
7.12.07
Hallo?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)