Það var "gamall dagur" í leikskólanum í dag. Þá mega börnin koma með gamla hluti eða í gömlum fötum í leikskólann. Stelpurnar tóku með sér gamlar ævintýrabækur sem Helgamma sendi okkur einhvern tímann... Það var það eina sem mömmunni datt í hug að þær gætu farið með og voru bækurnar fundnar á síðustu stundu. Allir voru komnir í útifötin og útá stétt þegar hlaupið var aftur inn og náð í bækurnar.
Leið okkar mæðgna (og Sindra) í leikskólann liggur framhjá blokk einni þar sem eldri borgarar búa. Sunna hefur oft talað um þegar hún og álfarnir (elstu börnin) á leikskólanum fóru þangað að syngja fyrir gamla fólkið fyrir jólin. Dagný tengdi þarna vel á milli og sagði þegar við gengum framhjá blokkinni:"Hey við getum bara náð í einn gamlan þarna!"
Við erum búin að hlæja mikið að þessu. Frekar fyndið að redda sér bara einum langafa til að mæta með á "gamla daginn". Þetta var meira að segja í leiðinni og allt!
3.2.12
"Einn gamlan, takk. Ég tek hann með"
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)