Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

8.9.04

3. mánaða

Ég varð formlega 3. mánaða á sunnudaginn í bústaðaferðinni. Í dag útskrifaðist ég svo frá 3 mánaða skólanum með læknisferð. Þeim leist bara vel á mig, orðinn 5850 gr og 63 cm, og tók því bara ágætlega að fá sprautu í lærið...þótt að pabba litist nú ekkert á að það væri verið að dæla einhverju inní mig sem hann hefði ekki hugmynd um hvað væri. Ég var pínu pirraður eftir þessa lífsreynslu í dag, en mamma og pabbi pössuðu mig þannig að allt er nú gott.
Nú eru það 2 mánuðir í næstu skoðun, en þá fæ ég líka aðra sprautu, góða nótt...í bili =)

Engin ummæli: