Sunna var að leika við Sindra. Litli maðurinn í miklu stuði og þá heyrist í henni:"Sindri er orðinn mennskur!! Því hann er að hlæja!"
26.4.11
19.4.11
af-SKAÐI
Dagný leikur mannasiðalöggu hér alla daga. Ef einhver ropar eða prumpar segir hún strax:"segðu AFSKAÐI!"
Ansi gott orð... og restin af fjölskyldunni farin að nota það í staðinn fyrir það gamla ;o)
Mælikvarði Dagnýjar
Dagný getur verið smá ákveðin. Hún gerir það sem hún ætlar sér að gera, hvað sem hver segir! Og uppáhalds setningin hennar þegar einhver reynir að skipta sér að: "þetta er allt í lagi. Það er enginn að grenja."
Þetta er svo lógískt... það er enginn að grenja... óþarfi að vera með eitthvað vesen..
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)