Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

31.10.04

Farinn að sitja

Nú er ég orðinn rosa stór, farinn að borða graut og sitja sjálfur. Reyndar þarf ég nú stundum að fá hjálp við að reisa mig við þegar ég missi jafnvægið, en er alveg að ná þessu sjálfur :) Ég var nú ekki fyrr farinn að sitja sjálfur þegar foreldrar mínir ákváðu að ég ætti að fara sjálfur á klósettið. Haldiði ekki að þau hafi ekki bara sett mig beint á fullorðinsklósettið um daginn, ég var nú heppinn að ekki var verið að láta mig sitja sjálfan á því, þá hefði ég nú bara dottið beint ofan í :| Ástæða þess að ég var settur á klósettið var nú reyndar sú að pabbi var að leika við mig á teppinu mínu þegar ég sprautaði einni góðri gusu langt út á teppið og var látinn klára í klósettið. Endalok teppisins hafa ekki verið ráðin en þetta fór eitthvað illa í það, en það var nú orðið svoldið slappt áður en ég missti mig á það :) Þeim var nær að hafa mig bleyjulausan =)

Engin ummæli: