Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

18.8.04

Stækkandi ég

Alltaf heldur maður áfram að stækka. Í dag kom ný hjúkka til að skoða mig. Hún var rosalega hrifin af mér og ég smælaði endalaust fyrir hana og heillaði hana uppúr skónum. Nú er ég orðinn 5350 grömm og höfuðmálið 40,2 cm, þannig að ég sprett mjög vel úr grasi eins og pabbi kjáni sagði við mig um daginn. Síðan horfum við á fótboltaleikinn með Balla í dag. Ísland tók Ítalina alveg þótt ég hafi nú ekkert sérstaklega haft áhuga á leiknum, fannst miklu meira spennandi og gaman að komast í bað með pabba. Mér finnst rosalega gaman að fara í bað. Síðan nuddaði mamma mig og ég fór að lúlla...

Engin ummæli: