Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

30.12.03

Stór ég

Jæja, nú er ég nú farinn að stækka, um 12 sentimetrar ef mér reiknast rétt til, það er nú ekki amarlegt. Fórum saman á flugeldasýningu í gær, við fjölskyldan. Ég hafði nú takmarkað gaman að henni, þar sem ég sá ekkert, heyrði bara hvellina og fann dynkina. Verra fannst mér hvað er farið að kólna í veðri, nú verður farið að safna hitafitu til að verja mig. Annars var víst leiðindaveður í gær, mamma náði að skulta pabba í vinnuna og síðan var bara bylur og ófærð fram á seinnipart dags. Mamma var eitthvað að vesenast í ófærðinni en ég hafði það bara gott í mallanum hennar :)

25.12.03

Ekki pota í mig...

Hvað á þetta að þýða...fór með mömmu í bað í gær, hún þóttist nú vera að fara með mig í bað, en ég vildi fara í bað þannig að ég dró hana í bað...en við fórum s.s. í bað og þá potaði hún allt í einu í mig þegar ég lá þarna í mestu makindum...og auðvitað sparkaði ég til baka, en ég hefði betur sleppt því...þetta er ekkert smá mál að ég hafi loksins látið vita kröftulega af mér. Mamma sá þegar að ég sparkaði til baka og það er búið að vera aðal málið í gær og dag...þrátt fyrir að það sé aðfangadagur þá virðist ég vera mun áhugaverðara heldur en alltaf gjafirnar og maturinn...en foreldrar mínir hafa nú verið duglegir þar líka...pabba kann sér ekkert hóf þegar kemur að mat og étur alltaf á sig gat...þyrfti nú aðeins að taka hann í gegn, en hann hefur nú afsökun, hann er orðinn gamall :)

23.12.03

Meiri lætin í þessu fólki

Maður vaknar bara með hjartað í buxunum...eða ef ég ætti buxur meina ég, þú skilur. Ég var kominn í fastasvefn þegar að mamma byrjar að hlægja eins og herforingi í nótt, ég vissi ekki hvað þetta átti að taka langan tíma...síðan róaðist hún nú loksins...en þegar ég var að festa aftur dúr byrjuðu bara enn meiri læti í þeim...þessir foreldrar.

18.12.03

Eins gott að ég svaf mikið

Mamma er að fá vinkonurnar í heimsókn í kvöld sem þýðir að ég fæ ekki frið til að sofa fyrr en seint í kvöld. En mamma þurfti ekki að mæta fyrr en seint í dag þannig að ég fékk lengri nætursvefn en vanalega á virkum degi. Enda veitir ekki af því nú stendur mikið til á næsta ári, þá fara mamma og pabbi með mig í myndatöku þannig að þessa dagana er ég að vinna í því að snurfusa mig. Alltaf að æfa hendurnar svona að ég komi nú vel fram á mynd. Þannig að kvöldið verður tekið í æfingar á ýmsum atriðum, jafnvel ég æfi mig að borða og þarf að passa mig á þessum nöglum sem eru komnar á puttana.

15.12.03

Erfið nótt

Þessi nótt tók eitthvað mikið á, mamma er líka búin að vera á fullu alla helgina. Á föstudaginn var hún morðingi í moðingjapartý og það róaði hana nú ekki mikið. Ekki bætti úr skák að hún var ekki sátt við málefnalega umræðu pabba og fleiri síðar um kvöldið. Á laugardaginn var svo búðarráp og um kvöldið fórum við í Steinahlíðina þar sem það var strákapartý hjá pabba...hann þurfti eitthvað að ganga í barndóm með félögunum. Sunnudagurinn var letidagur að vanda, en nóttin var eitthvað óþægileg, það fór illa um okkur mömmu og ég var ekki alveg til í að fara á fætur í morgun, en lét til leiðast þegar mamma dröslaðist á lappir.

12.12.03

Stækkandi ég :)

Nú stækkar maður nú hratt, en það er víst best að flýta sér ekki of mikið, held að mamma sé ekki alveg að fíla hvað ég stækka hratt. Þannig að ég reyni að stækka bara temmilega hratt...vil samt helst drífa í þessu og fara að komast út, heilsa uppá pabba og mömmu...og alla hina sem ég er nú engan vegin farin að læra nöfnin á eða kynnast náið...það kemur, en fyrsta mál á dagskrá er að komast út, og verð víst að undirbúa það.

10.12.03

Pabbi gamli

Var ekki pabbi kallinn hálf-fimmtugur í gær. Við héldum daginn hátíðlegan og fórum öll saman út að borða á Hereford. Pabbi er hrifinn af staðnum, og mér og mömmu féll hann ágælega í maga. Ég át allt of mikið, eins og aðrir, og átti bágt með mig næsta kl.t. þangað til ég var kominn heim. Þá fórum við mamma í bað, hún er mikið fyrir einhverjar baðbombur, hvað sem það nú er. En það er alltaf gott að fara í bað, síðan fékk ég smá ís í eftirrétt, reyndar kaffidreill á honum, hann hélt mér vakandi í ábyggilega 20 mínútur...

4.12.03

Fær maður ekkert að sofa?

Hvaða voða ferð á mömmu þessa dagana. Ekki nóg með að farið er með mann að passa Svöluna fram á þriðjudagsnóttina heldur var miðvikudagurinn ekkert betri. Þá var farið að hitta "stelpurnar", veit nú ekki hvað mamma er alltaf að tala um "stelpurnar", fyrir mér eru þetta bara kellingar, miklu eldri en ég. En það var s.s. farið með mig að hitta allar "stelpurnar" og það er ekki möguleiki að slappa af með allt þetta gjamm í kringum sig. Ég var farinn að efast um geðheilsu mína þegar leikar léku sem hæðst. En síðan þegar átti að fara heim þá þurfti mamma að vera aðeins lengur. Ég var ekki kominn heim fyrr en að ganga 1, AÐ GANGA EITT, hvað heldur hún að ég sé, 2 ára? En hún er að bæta mér þetta upp með reglulegum miðdegislúrum til að vinna upp þessa lífsreynslu.

24.11.03

Halló halló

Var ekki bara farið með mig í fyrstu skoðununa í dag, þetta var nú stórmerkilegur dagur, og ég þrufi að skarta mínu fínasta. Ekki úr miklu að velja en þessi fylgja hérna er alveg að duga. Ljósmóðirin var mjög róleg og ætlaði aldrei að koma sér í það að setja mig í hátalarakerfið. Það var nú meiri eltingaleikurinn að komast í míkrafóninn, hún var alltaf að hreyfa hann til og frá þannig að ég var orðinn óður. Síðan loksins gafst hún upp til að útskýra fyrir mömmu og pabba hvað það væri mikið mál að finna mig, þá gat ég komið mér fyrir undir míkrafóninum og allir heyrðu í mér. Kröftugur hjartsláttur, en ég er alveg búinn eftir eltingaleikinn við athyglina.

17.11.03

Hei, sjáið mig

Fingur og hendur, ha, þetta er nú ekki slæmt, þyrfti að finna eitthvað til að grípa í hérna. En mömmu er kanski ekkert vel við það að ég sé að klípa hana að innan frá þannig að ég bíð aðeins með það um sinn. Hausinn á mér er samt undarlega stór miðað við allt annað. Nú er vika þangað til að farið verður með mig í skoðun, eða mömmu, en ég er nú aðal atriðið þannig að ÉG er að fara til læknis :)

12.11.03

Jarðaber = strákur :)

Helga amma var að uppfræða pabba um að dreymi mömmu jarðaber þá er það fyrir strák og góðri fæðingu. Enda ætla ég mér ekki að vera með vesen :)
Fyrsta mæðraskoðun verður 24. nóvember, þá ættu mamma og pabbi að fá að vita eitthvað meira, enda er ég fyrsta barnið þeirra, liggaliggalá :)
Þá vitum við það, ég er strákur, veit samt ekki hvað málið er með jakkafötin hans pabba, kanski skemmast þau bara í þvotti :)

10.11.03

Í maganum á mömmu

Hmmm...er ekki best að skrá niður hvað ég er að pæla, ef ég er eitthvað eins og pabbi þá gleymdi ég því annars um leið. Líklegast veistu eins og ég að foreldrar mínir eru Bína & Logi, ég hef heyrt í þeim öðru hverju, en sé þau ekki fyrr en eftir þónokkra mánuði. Annars er nú gaman að segja frá því að ég er komin með raddbönd, bíð spennt eftir að nota þau! Reyndar er ég ekki alveg viss um hvers kyns ég er, en m.v. draumfarir pabba og fleiri verðandi ættingja, sem Bína og Logi tala óspart um, þá er ég stelpa. Pabba dreymdi að bleikri sápu hefði verið skvett á hann, mömmu dreymdi jarðaber á maganum og Frænku á Seyðis dreymdi blóm. Þannig að þangað til eitthvað annað kemur í ljós er ég stelpa. Held líka að það hafi verið planið hjá þeim að eignast stelpu, á að láta mig passa yngri sistkyn síðar meir.
Nú er ég alveg að verða 3 mánaða og þá á að fara með mig í fyrstu læknisskoðunina. Ég ræð nú litum um það hvað er gert við mig, er hérna í góð yfirlæti í maganum á mömmu og læt mér fátt um finnast hvernig viðrar á meðan ég fæ reglulega að borða =) og kann bara ágætlega við lífið þar sem komið er en stærstu upptövanirnar eru þó í nýjum útlimum sem eru að myndast ótt og títt
Jæja, ég ætla að fara að rannasaka þetta nánar, held að eyru og fingur séu að byrtast hérna...

8.8.03

Gestabókin

Hérna er hægt að skrifa undir í gestabókina með að setja inn athugasemd =)