Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.11.07

Kórastarf

Það hefur verið stofnaður nýr kór í Hafnarfirði- Hóstkórinn. Æfingar eru á Hjallabraut... meðlimir koma sér ekki saman um æfingatímann. Yngsti meðlimurinn vill t.d. helst æfa á nóttinni. Það hefur ekki fengið góðar undirtektir. Versta er að þessi yngsti meðlimur er einnig sá þrjóskasti.....Fólkið er svona farið að segja sig smátt og smátt úr kórnum en þessi yngsti er enn að þrjóskast við þannig að ljóst er að kórinn verður eitthvað starfandi áfram. Farið verður í tónleikaferð austur á Seyðisfjörð um helgina. Þangað fara allir kórfélagar nema einn... og sú ætlar að njóta þess ;o)

14.11.07

Rólegheit

Mamman á heimilinu á alltaf frí á miðvikudögum og þá er lífinu sko tekið með ró. Rosalega gott að dúllast bara á náttfötunum heima- kíkja svo kannski á krakkana á leikskólanum í smá stund (á meðan mamman fer í búð og svona).
Í dag ætlum við ekki einu sinni að nenna því-ætlum bara að knúsast í allan dag. Sækjum svo pabbann í vinnuna og þá verður gleði! Sérstaklega hjá pabbastelpunni- pabbi er nefnilega búinn að vera tvo daga í burtu.

Sunna þýtur áfram í þroska núna, farin að tala heilan helling. Segir nafnið sitt "Nnna" og hans brósa: "Bahbbu" og svo auðvitað mamma og pabbi, súpa, namm namm, DUDDA, dótið, voffi, bíbí, labbilabb, og margt margt fleira. Hún er líka alltaf að æfa sig í töltinu- nálgast brokk og skeið og fimmganginn (eða hvað þetta heitir allt saman).

Bjartur er nú agalega töffaralegur með brúna framtönn :o( Mamman sko ekki sátt við svona töffaraskap- en sættir sig við að þetta sé "bara" barnatönn. Hún dettur :o/
Hann er alltaf til fyrirmyndar á leikskólanum og móðgast bara hryllilega ef einhver vogar sér að segja annað- eða bara spyr hann hvort hann ætli að vera stilltur! Hann er sko alltaf að vanda sig. Um daginn spurði einn kennarinn hvað hann ætlaði að vanda sig við við matarborðið í dag- var búin að spyrja nokkra krakka um það sama. Nema okkar maður bara sármóðgaður, fór að grenja og sagði:,,Ég ætla að SEGJA útaf þér við mömmu"!! Gott að hafa mömmu bara í næsta nágrenni hehe... Og "segja útaf þér" er víst einhver leikskólamállýska núna...eins og na-na-na bú-bú (í staðinn fyrir liggaligga lá). Tímarnir breytast og börnin með ;o)

Kveðjur,
Bahbbu og Nnnna