Pabbi og Bjartur voru að spekingast inní eldhúsi eitt kvöldið.
Pabbi:,,Bjartur, hvað verður Sunna gömul þegar Dagný verður 5 ára?"
Bjartur hugsar sig um.....
Pabbi:,,Manstu, Sunna er tveimur árum eldri en Dagný."
Bjartur:,,já....7ára?"
Pabbi:,,Já. En hvað verður þú þá gamall?"
B:,,9 ára."
Hugsar sig svo um stutta stund....
,,Þá verð ég búin að eiga hamstur í eitt ár."
Hann ætlar ekki að sleppa þessu drengurinn!
(Bjartur 5 ára, sept 2009)
27.9.09
Heilabrot
Að ferðast í sápukúlu??
Mamman ákvað að fara í göngutúr til Möllu með krakkana svo pabbinn gæti sofið eftir spilerí um nóttina. Allir voru að gera sig reddý, klæða sig og svona... og finna sápukúlur sem Sunna vildi endilega fara með.
Bjartur ætlaði að hjóla, Dagný í kerrunni en hvað með Sunnu?
Mamma:,,Sunna ætlar þú að hjóla?"
Sunna:,,Nei..."
M:,,Ætlarðu að labba?"
S:,,Nei..."
M:,,Nú, hvað þá?"
S:,,Ég ætla að sápukúlast..."
(Sunna alveg að verða 3 ára sept. 20009)
22.9.09
Ljósir lokkar og bleikir lokkar
Það hefur nokkuð lengi verið á dagskrá að setja göt í eyrun hennar Sunnu... Gerðum eina tilraun í skartgripabúð hérna í Hafnarfirði þar sem okkur var neitað um þjónustu.
Í dag fórum við svo inní Smáralind í Mebu og fengum þessa fínu, bleiku lokka! Sunna var sjálf harðákveðin í að vilja fá göt (reyndar segir hún að þetta séu ekki göt í eyrunum, heldur eyrnalokkar í eyrunum!) og var alveg sama hvað mamman sagði. Reyndi að útskýra að þetta væri svoldið vont en þegar mín var búin að velja þessa bleiku (mánaðarsteinn október) var ekki aftur snúið. Eyrnasneplarnir voru sótthreinsaðir vel, tússað á þá og svo var skotið! Bæði eyrun í einu. Það komu nokkur tár sem hurfu um leið og hún skoðaði sig í speglinum. Það sem henni finnst hún flott núna!
Um leið og við komum heim kom Bjartur hlaupandi fram á gang og spurði:,,Hvað kom mikið blóð?!" hehehehe þessir gaurar!
14.9.09
Æfingar
Þá er Sunnasól búin að fara í fyrsta ballerínutímann. Þvílíku dúllurnar sko! Hún var auðvitað langflottust og með þeim efnilegri í hópnum. Þarna á mín sko heima. Nú þurfum við bara að redda almennilegu æfingadressi á skvísuna.... Mamman er að vinna í þeim málum ásamt Helgömmu.
Bjartur er líka búinn að fara nokkur skipti í Boltaskóla Haukanna og gengur þessvegna ekki á jörðinni lengur. Honum finnst hann svo flottur að vera orðinn svona æfingagæi að fæturnir snerta ekki jörðina. Hann er líka ótrúlega flottur og gerir allt eins og þjálfarinn segir, mjög einbeittur á svip.
Dagný er að æfa sig í frekjunni ;o) En mamman er með hana í hlýðnibúðum. Hún er orðin uppátækjasöm stelpan... Fer í moldina í blómapottinum inní stofu, tæmir klósettrúlluna inná baði og fiktar í tækjunum inní holi. Hún er svo fyndin með gribbustælana sína... þykist ráða öllu og er mesta krútt fyrir vikið...
Þannig að eins og sést er nóg að gera hjá öllum. Pabbinn búinn að vera sveittur líka að setja inn myndir- komin nokkur ný albúm.
Njótið