Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

9.8.04

Símastrákur

Ég hringdi í pabba í vinnunni í dag. Hann hélt að það væri mamma því ég hringdi úr símanum hennar og þegar hann svaraði "Hæ" þá sagði ég "ahh" um leið...síðan skildi pabbi ekkert í því af hverju "mamma" sagði ekkert meir, en síðan fórum við að spjalla þegar hann fattaði að þetta var ég. Ég hafði frá heilmiklu að segja honum, hvað það væri gott veður og ég og mamma ætluðum og út. Þetta var annað símtalið mitt, en um daginn spjallaði ég aðeins við Helgu ömmu í símann það fannst mér líka rosa gaman =)

Engin ummæli: