Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

27.6.04

Pelastrákurinn ég

Enn er allt gott að frétta af mér. Í dag fór ég heilmikið í bílinn með mömmu og pabba. Við fórum í IKEA að kaupa eitthvað drals, en ekkert dót handa mér :( en ég ætti nú að geta leikið mér að einhverju sem keyprt var í óþökk foreldra minna þegar ég stækka =) Síðan fórum við í Steinahlíðina, líklega í síðasta sinn því Böddi&Bekka flytja á Vellina á morgun. Annars hef ég það enn merkilega gott, í gær mældist ég 3690 gr. þannig að ég er að stækka alveg eðlilega, enda er mamma dugleg að gefa mér...svona þegar ég nenni að vera vakandi yfir því. Mér finnst svo gott að fá að drekka að ég á að það til að sofna í miðri máltíð. Stundum reynir pabbi að vekja mig en ég er ekki alltaf til í að vakna =)
Annars var pabbi að setja inn smá sýnishorn af því hverstu mikill pelastrákur ég er, en það kemur fyrir að ég fæ pela með mjólkinni hennar mömmu. Hef bæði fengið pela hjá pabba og Bekku ömmu. En pabbi setti inn mynd af mér vera æstur í pelann, skoðið þetta og sjáið muninn þegar músarbendillinn fer yfir =)

Engin ummæli: