Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

18.10.04

Kvenfólkið fellur fyrir mér

Það er nú ekki langt síðan ég byrjaði að heilla kvenþjóðina uppúr skónum og ég er nú farinn að heilla þær sumar uppúr bleyjunum held ég barasta. Sagan er þannig að ég var með foreldra mína í reglulegri sýningu um Kringluna um daginn. Geri það reglulega að fara með þau í Kringuna og sýna þau...því mér finnst þau vera svo frábær og mér finnst líka gaman að vera í litlu kerrunni minni. Þau reyndar föttuðu allt í einu að ég var kominn með þau í Kringluna og höfðu ekki ætlað þangað og ákváðu þá að fara heim...hef ekki nema tímabundna stjórn yfir foreldrum mínum =)
En þegar við vorum á leiðinni aftur þú þá gögnum við framhjá einni mömmunni með eina litla prinsessu sem gekk henni við hlið. Hún rétt leit á mig og var svo yfir sig hrifin af mér á staðnum að hún hljóp í veg fyrir kerruna mína þannig að pabbi, kerran og þar af leiðandi ég snarstoppuðum fyrir fram tærnar á henni. Þá gerði hún sér lítið fyrir og lýsti yfir hrinfningu sinni á mér með því að smella á mig einum sætum kossi og trítlaði svo aftur til mömmu sinnar sem var hálf skömmustuleg yfir hátterni dótturinnar, en ég kunni ágætlega við þessa uppákomu :)

Engin ummæli: