Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

19.3.04

Þvílík átök

Í foreldranámskeiði á miðvikudaginn fengu mamma og pabbi að sjá 8 fæðingar, og mér líst bara ekkert á þetta. Mamma var ekkert allt of hress með þetta og er nú að leita leiða til að láta pabba fæða mig. Þetta fór nú ekki jafn mikið í pabba, en hann bjóst ekki við neinu góðu. En ég verð bara að haga mér þegar ég kem =)

Engin ummæli: