Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

11.10.04

Bréf til pabba

Halló pabbi!
Ég er nú alveg frábær!! Við mamma fórum á fætur bara svona eins og venjulega í morgun.... ég fékk að stripplast á teppinu mínu og á meðan ég stripplast fær mamma sér að borða og er eitthvað að dedúa. Nema hvað! Ég velti mér alltaf yfir á magann eins og þú veist og er alveg í svaaaaaka stuði. Mamma lagðist á móti mér og við erum í stuði saman. Híhíhí.... svo stendur mamma upp og lítur á litla bossann minn og þá sér hún það!! Ástæðuna fyrir stuðinu mínu: Ég var búinn að kúka svona eins og einum gulbrúnum ormi! HAHAHAHA mér fannst þetta svo gaman! Mamma tók mynd af þessu fyrir þig (finnst það frekar ógeðslegt) Hún náði svo í svamp og tók hann. Svo var ég auðvitað líka tekinn og það átti að skella á mig bleyju en ég sá sko við því! Ég kláraði að kúka um leið og ég var settur á skiptiborðið! Heheheh mamma ræður sko ekkert við mig. En ég gerði þetta svo snyrtilega- svona eins og þegar rjómaís er að koma úr vél.... sem betur fer, sagði mamma, þá var þetta ekki svona blautt hjá mér eins og venjulega. Þetta var nú meira ævintýrið. Og þetta var fyrsti alvöru-stórustrákakúkurinn minn:o) Svona flott formaður ;o)
Hehehehe ég er herra æðislegur!
Sjáumst, þinn stóri Bjartur:o*

Engin ummæli: