23. september - 23. október
Börn í vogarmerkinu eru oft glaðleg og broshýr og eru oftar en ekki börnin sem fá bros frá hinum sem bíða á biðstofu læknisins. Þau eru sjarmerandi og heilla aðra upp úr skónum. Félagslyndi einkennir vogina frá fyrstu tíð og litla vogin elskar að hafa margt fólk í kringum sig. Vogarbarn sem þarf að búa við einangrun getur orðið geðstirt, innhverft og óöruggt en þegar allt leikur í lyndi er það opið og hresst. Vogin á mjög erfitt með að gera upp hug sinn og virðist oft hafa lítinn viljastyrk. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar hjálpi voginni að rækta með sér sjálfstæði og ákveðni meðal annars með því að fela henni ákveðin verkefni sem reyna á ákvarðanatöku. Líklegt er að Vogin spyrji álits og því er hægt að svara með því að spyrja: "Hvað finnst þér?" Síðan þarf að gefa henni næði til að vega og meta hlutina áður en hún tekur ákvörðun. Vogin er listræn í eðli sínu og mikilvægt að hlúa að þeim eiginleikum og skapa henni aðstöðu til að þroska listræna hæfileika sína.
Þetta á svo vel við að það er eiginlega ekki fyndið!! Og við eigum tvær svona! Gaman gaman.
Þetta með einangrunina þurfum við ekki að hafa áhyggjur af... alltaf stuð á Hjallabrautinni... og viljastyrkurinn og ákveðnin er svo sem alveg nógur hjá Sunnu..... ennþá. Hún er nú bara 2 ára.
Einhvers staðar á ég líka til um Tvíburamerkið. Finn það ekki svona í fljótu.
Gaman að þessu
30.3.09
Vogin
22.3.09
Sunna hætt með bleyju
Í nótt svaf Sunna í fyrsta skiptið án bleyju. Það hafði ekki verið gert fyrr þ.s. við fundum ekki pissulök í RL búðinni fyrr en í fyrradag.
Hún var nú ekki sátt við að verða að fara á klósettið fyrir svefninn. Enda er hún meira fyrir að ráða hlutunum sjálf og fara þegar henni hentar.
Þannig að nú kemur hún reyndar fram ef hún þarf að pissa. Hún læðist eins og lítil mús í dyragættina og biður um leyfi til að fara að pissa. Þegar foreldrarnir hafa samþykkt hleypur hún sigri hrósandi inná klósett og þar þarf allt að vera eftir kúnstarinnar reglu. Fyrst skal prinessu-sessan sett ofan á setuna og svo verður kollurinn hennar að fara undir. Hún getur hjálparlaust komið sér fyrir og gert þetta allt en er svoldið fyrir að stjórna og láta aðra vinna fyrir sig ;) Ef kúkur er á leiðinni er öllum skipað að fara fram og taka til eða gera eitthvað annað en standa yfir henni ;)Ég er búúúúin að pissaaaaaa
heyrist svo eftir smá stund.
14.3.09
Dagný 5 mánaða
Þá er Dagný orðin 5 mánaða ótrúlegt en satt! Hún braggast alltaf jafn vel og er algjört undrabarn hvað varðar rólegheit og værð. Hún er farin að gera allt það sem 5 mánaða börn eiga að gera samkvæmt bókinni og gott betur: aðeins farin að æfa sig að sitja. Hvað stærð varðar er hún bara copy-paste af systur sinni. Reyndar ca 200 gr þyngri en Sunna var þegar hún var 5 mánaða en annars eins.
Eftir að Sunna fékk sýklalyfin hefur horið sömuleiðis minnkað hjá Dagnýju. Hún var nú samt eitthvað aum í síðustu viku og við alveg viss um að hún væri komin með eyrnabólgu. Aumingja Dagný... það má aldrei heyrast í henni og þá hlýtur eitthvað meiriháttar að vera að ;o) Það var rokið strax um morguninn með hana til læknis sem skoðaði hana alla og hlustaði....Niðurstaðan var: ekkert að. Stúlkan var samt enn heit og eitthvað aum um kvöldið þannig að aftur rauk mamman á vaktina. NIðurstaðan var:ekkert að.... Við semsagt reyndum að gera hana að eyrnabólgubarni tvisvar sama daginn og það tókst ekki hehe. Nú er stúlkan bara eiturhress og alltaf sama draumabarnið.
9.3.09
Og við höldum áfram að horfa...
...á Mama mia. Sunna er enn heima og komin á sýklalyf. Hún er nú öll að hressast og fer á leikskólann á morgun. Alveg magnað hversu mikið slím og hor getur komið úr svona litlum kroppi.... Hún er rosalega dugleg að snýta og taka inn lyfin sín... snýta Dagnýju svoldið og strjúka...breiða yfir hana teppi og gefa henni dudduna eða dót og lesa fyrir hana. Læknirinn sagði okkur að reyna að halda þeim í sundur... það er varla hægt, það er svo mikil systraást í gangi. Við þorum ekki að fara að banna henni að koma nálægt systur sinni því hún hefur alltaf verið svo góð við hana. Viljum ekki vera að skemma það. Litlu kerlingarnar... ;o)
Aðalmaðurinn á heimilinu er duglegur að semja sínar reglur núna... Hann vill að við segjum núna alltaf já við hann... Þó við meinum nei. Af hverju? Jú, við segjum svo oft nei að við erum alveg búin að rugla hann í hausnum! Svo stríðir hann Sunnu. Hvað gerir hún þá? Öskrar. Það er rosalega gaman og prakkarinn fær mikið útúr þessu öskri. Það er ekki annað hægt en að skilja hann...Sunnuöskur er svo skemmtilegt hehehe. Við erum búin að vera að tala um hvort hann heyri illa drengurinn... Hann hefur greinilega heyrt það tal (heyrir ekki verr en það) og um daginn var hann að stríða og Sunna að öskra. Mamman kallar á hann:,,Bjartur! Hættu!" Hann heldur áfram.
Aftur:,,Bjartur! Heyrirðu ekki? Hættu þessu!" Ekki hættir drengurinn. Mamman tekur hann þá frá öskurapanum og segir:,,Heyrirðu ekki þegar ég segi þér að hætta?!"
,,Nei."
,,Þú hlýtur þá að heyra í Sunnu öskra! Þá áttu að hætta."
,,Já en hún öskrar hærra en ég heyri".
.....Hún er nú ekki þekkt fyrir annað en háa skræki og oft kölluð Krían hérna á heimilinu en er sem sagt komin yfir í hátíðnihljóð...(Nú hljómar þetta eins og hún sé alltaf æpandi barnið....)
Jæja.. vaknar yngsti molinn...
Kveðjur,
Mamma og Sunna Dancing queens....having the time of our lifes úúújeee
6.3.09
Unglingurinn Sunna
Nú er Sunna búin að vera veik í 4 daga.... Það er búið að glápa á endalaust mikið skrípó. Og Mama mía líka. Svo syngur hún með:,,mammamía. Híjagóa geeee..mæmæ..." En litla konan er orðin leið á ástandinu og farin að hressast líka þannig að eirðarleysið er tekið við. Í morgun mátti mamman ekki snýta og þá hljóp okkar dama inná bað og skellti hurðinni! Þegar hún var búin að væla þar í smá tíma bankar hún á hurðina, tilbúin að koma fram. Þegar mamman opnar skellir hún aftur og vælir á pabba sinn... Svona gekk þetta í nokkur skipti. Svo gaman að henni þegar hún er með þessa "unglingastæla". Það verður stuð á bænum þegar þetta verða ALVÖRU unglingastælar... Svo lyftist nú brúnin þegar litla systir vaknaði og lífið er allt annað. Núna eru þær í mömmuleik, Sunna er ofurumhyggjusama mamman og Dagný greyið segir ekki bofs við öllu þessu dúlleríi.
Bjartur er kominn með ný gleraugu. Óbrjótanlegu gleraugun brotnuðu um daginn. Sem betur fer vorum við enn í ábyrgð þannig að hann fékk ný án þess að þurfa að borga neitt. Þau eru eiginlega alveg eins og gömlu, bara aðeins blárri ;O) Já það er óhætt að segja að við séum fastagestir í Augnsýn....ef það eru ekki gler, þá eru það nefpúðar, stillingar eða bara heilu brillurnar!
Annars eru nýjar febrúarmyndir komnar...