Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.11.03

Halló halló

Var ekki bara farið með mig í fyrstu skoðununa í dag, þetta var nú stórmerkilegur dagur, og ég þrufi að skarta mínu fínasta. Ekki úr miklu að velja en þessi fylgja hérna er alveg að duga. Ljósmóðirin var mjög róleg og ætlaði aldrei að koma sér í það að setja mig í hátalarakerfið. Það var nú meiri eltingaleikurinn að komast í míkrafóninn, hún var alltaf að hreyfa hann til og frá þannig að ég var orðinn óður. Síðan loksins gafst hún upp til að útskýra fyrir mömmu og pabba hvað það væri mikið mál að finna mig, þá gat ég komið mér fyrir undir míkrafóninum og allir heyrðu í mér. Kröftugur hjartsláttur, en ég er alveg búinn eftir eltingaleikinn við athyglina.

17.11.03

Hei, sjáið mig

Fingur og hendur, ha, þetta er nú ekki slæmt, þyrfti að finna eitthvað til að grípa í hérna. En mömmu er kanski ekkert vel við það að ég sé að klípa hana að innan frá þannig að ég bíð aðeins með það um sinn. Hausinn á mér er samt undarlega stór miðað við allt annað. Nú er vika þangað til að farið verður með mig í skoðun, eða mömmu, en ég er nú aðal atriðið þannig að ÉG er að fara til læknis :)

12.11.03

Jarðaber = strákur :)

Helga amma var að uppfræða pabba um að dreymi mömmu jarðaber þá er það fyrir strák og góðri fæðingu. Enda ætla ég mér ekki að vera með vesen :)
Fyrsta mæðraskoðun verður 24. nóvember, þá ættu mamma og pabbi að fá að vita eitthvað meira, enda er ég fyrsta barnið þeirra, liggaliggalá :)
Þá vitum við það, ég er strákur, veit samt ekki hvað málið er með jakkafötin hans pabba, kanski skemmast þau bara í þvotti :)

10.11.03

Í maganum á mömmu

Hmmm...er ekki best að skrá niður hvað ég er að pæla, ef ég er eitthvað eins og pabbi þá gleymdi ég því annars um leið. Líklegast veistu eins og ég að foreldrar mínir eru Bína & Logi, ég hef heyrt í þeim öðru hverju, en sé þau ekki fyrr en eftir þónokkra mánuði. Annars er nú gaman að segja frá því að ég er komin með raddbönd, bíð spennt eftir að nota þau! Reyndar er ég ekki alveg viss um hvers kyns ég er, en m.v. draumfarir pabba og fleiri verðandi ættingja, sem Bína og Logi tala óspart um, þá er ég stelpa. Pabba dreymdi að bleikri sápu hefði verið skvett á hann, mömmu dreymdi jarðaber á maganum og Frænku á Seyðis dreymdi blóm. Þannig að þangað til eitthvað annað kemur í ljós er ég stelpa. Held líka að það hafi verið planið hjá þeim að eignast stelpu, á að láta mig passa yngri sistkyn síðar meir.
Nú er ég alveg að verða 3 mánaða og þá á að fara með mig í fyrstu læknisskoðunina. Ég ræð nú litum um það hvað er gert við mig, er hérna í góð yfirlæti í maganum á mömmu og læt mér fátt um finnast hvernig viðrar á meðan ég fæ reglulega að borða =) og kann bara ágætlega við lífið þar sem komið er en stærstu upptövanirnar eru þó í nýjum útlimum sem eru að myndast ótt og títt
Jæja, ég ætla að fara að rannasaka þetta nánar, held að eyru og fingur séu að byrtast hérna...