Um daginn fór ég og kíkti á "kellingarnar" á Hrafnistu. Mamma og pabbi fóru með mig að hitta gamla vinnufélaga mömmu. Þegar við komum þangað hittum við Leif gamla, sem er næstum 100 árum eldri en ég. Síðan heilsuðum við uppá Nönnu sem var afskaplega hrifin af mér og sagði að ég væri himneskur því það væri svo mikil ró yfir mér. Enda svaf ég bara á rúmminu hennar næstum allan tímann sem við vorum þar. Þegar við fórum köstuðum við svo kveðju á Önnu sem er nýorðin 95 ára =)
Um helgina fórum við svo og kíktum á nýja vin minn hann Sindra Róbert sem er nýkominn í heiminn og hafði hann það gott hjá foreldrum sínum og ömmu&afa sem eru í fríi að fylgjast með fyrstu dögum hans hérna. Kíktum líka til Gauta og co., aðeins að sýna mig og fá sængurver frá Helgu ömmu. Þar á meðal voru sængurföt sem pabbi minn notaði og amma mín. Á leiðinni heim fór pabbi og keypti tvær nýja teiknimyndir handa mér...eins og hann segir, hann er nú svoldið hrifin af þessum teiknimyndum sjálfur, en það er nú allt í lagi =)
29.8.04
Heimsóknarhelgi
24.8.04
Nýr vinur =)
Á laugardaginn kom Sindri Róbert í heiminn, ég hef ekki fengið að sjá hann enn en bara frétt að hann var 49cm og 14 merkur, þannig að hann var þyngri en ég, en styttri, ábyggilega svoldill bolti eins og pabbi hans var segir pabbi minn =) Foreldrar mínir óska nýbökuðum innilega til hamingju með nýja strákinn =)
18.8.04
Stækkandi ég
Alltaf heldur maður áfram að stækka. Í dag kom ný hjúkka til að skoða mig. Hún var rosalega hrifin af mér og ég smælaði endalaust fyrir hana og heillaði hana uppúr skónum. Nú er ég orðinn 5350 grömm og höfuðmálið 40,2 cm, þannig að ég sprett mjög vel úr grasi eins og pabbi kjáni sagði við mig um daginn. Síðan horfum við á fótboltaleikinn með Balla í dag. Ísland tók Ítalina alveg þótt ég hafi nú ekkert sérstaklega haft áhuga á leiknum, fannst miklu meira spennandi og gaman að komast í bað með pabba. Mér finnst rosalega gaman að fara í bað. Síðan nuddaði mamma mig og ég fór að lúlla...
11.8.04
9.8.04
Símastrákur
Ég hringdi í pabba í vinnunni í dag. Hann hélt að það væri mamma því ég hringdi úr símanum hennar og þegar hann svaraði "Hæ" þá sagði ég "ahh" um leið...síðan skildi pabbi ekkert í því af hverju "mamma" sagði ekkert meir, en síðan fórum við að spjalla þegar hann fattaði að þetta var ég. Ég hafði frá heilmiklu að segja honum, hvað það væri gott veður og ég og mamma ætluðum og út. Þetta var annað símtalið mitt, en um daginn spjallaði ég aðeins við Helgu ömmu í símann það fannst mér líka rosa gaman =)
4.8.04
Húsdýragarðurinn
Ég og Óðinn Bragi fórum í Fjöslskyldu- og húsdýragarðinn á Verslunarmannadaginn og dróum foreldra okkar með. Ég var að vísu óskaplega upptekinn af því að sofa í vagninum mínum en Óðinn Bragi var hressari en ég og fylgdist grannt með dýrum og plönum á svæðinu. Guttormur sýndist okkur vera orðinn svoldið gamall og líklega seigur undir tönn. Hann hefur það nú ekki eins gott og ég að hafa einhvern til að pressa út úr mér kúkinn, en hann virtist nú ekki vera sprækur heldur þegar kom að því að skila af sér, a.m.k. voru beljurnar hans miklu kröftugri við það. Það var líka kanski eins gott því mér sýndist hann vera að spá í að spúa yfir gesti. Hann var kominn með afturendan alveg upp að hlöðna veggnum og gerði sig líklegan til að hleypa út beint fyrir framan nefið á börnunum sem þar voru að fylgjast með kappanum. En ekkert gerðist fyrr en aðeins seinna og þá mátti heyra mikinn fögnuð hjá yngri kynslóðinni, sem reyndar er nú svoldið eldri en ég...hún virðist hafa mikinn áhuga á kúk. Einnig heyrði ég einhverjum sem hálf grétu í foreldrum sínum því þeir vildu sjá Guttorm kúka...ætli ég verði einhverntíman svona áhugasamur um úrgangsmál annara?