Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

3.2.04

Hlaupasprettur

Það var nú rólegi hlaupaspretturinn tekinn í kvöld. Mamma dottaði yfir sjónvarpinu í heimsókn hjá Lilju&Svölu og ég var hálf utan við mig yfir sjónvarpinu. Enda var þetta ekki bara sjónvarp, heldur á bíótjaldi. En þegar við komum heim fór mamma í bað, og mér finnst það svo gaman. Tók þennan líka rosa sprett um allan magann, fram og aftur alveg heil lengi...síðan þegar við vorum komin inní rúm fór pabbi að róa mig og ég sofnaði fljótt.

Engin ummæli: