Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.8.08

"Ákveðin" ung dama

Sunna missti sig í IKEA í dag. Þegar búið var að labba gegnum alla búðina og ákveðið að kaupa ís, vildi mín fá að halda á honum sjálf. Fékk það og skellti honum strax í úlpuna þ.s. hún átti í smá vanda að halda honum upp. Tók ég ísinn þá af henni og benti henni á að úlpan væri orðin skítug. Henni fannst illa brotið á sér( enda alveg nákvæmlega sama hvort úlpan sín væri skítug eða ekki enda kemur hún ekkert nálægt þvotti á henni ). Skutlaði hún sér þá á magnann á gólfið og byrjaði að öskra. Ég er orðinn þaulvanur þessari taktík hennar við að fá sínu framgengt og var ekki að nenna að sinna henni. Ég gekk og fann Bínu sem var á leiðinni út og lét hana fá ísinn hennar og fór svo til baka að sækja litla sækuliðann sem ómaði langar leiðir. Var þá nokkuð af fólki búið að safnast í kringum hana og heyrði ég, "Þarna kemur einhver að hugga hana". Fólki finnst hún alltaf vera svo sæt þ.s. hún er svo lítil en mér finnst nú bara nokkkuð fyndið þear hún tekur svona flotta stungu og rennir sér á magann og byrjar að orga. Lítil stelpa stóð agndofa og horfði á aðfarirnar. Hún hefur líklega komist að því að þetta skilaði litlum árangri þ.s. Sunna fékk ekki sínu framgengt heldur var hún bara brottnumin af pabba sínum þannig að áhorfendur og litla dolfallna stúlkan gátu haldið áfram með líf sitt :)

5.8.08

Sumarfríið búið...

og allir mættir aftur í leikskólann/vinnu. Mikið svakalega höfum við haft það gott í fríinu!! Búið að flakka MIKIÐ og nánast allar helgar í sumar bókaðar. Það er alltof mikið mál að fara að telja upp allt sem við höfum gert og bendum við bara á myndaalbúmið... myndirnar tala sínu máli;o)

Mamma stækkar og stækkar og mikil læti í bumbunni oft. Bjartur er spenntur og glaður að fá aðra litla systur því það er svo gaman að leika við stelpur:o) Sunna er ekki mikið með á nótunum hvað þetta varðar. Skilur ekkert hvernig lítið barn getur verið í mömmu maga.... Þannig að það bíða allir spenntir eftir viðbrögðunum hjá "Ráðhildi" þegar að kemur. Sú á eftir að stjórna þá! Hún er svo góð í að stjórna og aga krakkana á leikskólanum að hún ætti eiginlega að vera á launum þarna hehehe... Svo er alveg spurning hvort hún sjálf fari eftir öllum reglunum sem hún setur....Já já hún er sko alveg stikkfrí.

Jæja, biðjum að heilsa í bili ;o)