Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

19.7.04

Stór strákur

Mamma & pabbi fóru með mér í 6 vikna skoðun, nú er ég alveg 1 og hálfs mánaða gamall. Þar var ég mældur og er ég núna 57,5 cm, og búinn að stækka um 7,5 cm síðan ég fæddist, þannig að það er farið að teyjast vel á mér. Ég var líka vigtaður 4520 gr, þannig að þyngdin er á réttu róli líka. Lækninum leist bara vel á mig og við stoppuðum stutt á heilsugæslunni. Við mamma keyrðum pabba í vinnuna og fórum síðan heim og lögðum okkur fram yfir hádegi. Ég og mamma fórum líka í smá göngutúr og síðan sóttum við pabba. Á leiðinni heim keyptum við svo Shrek...handa mér!

Engin ummæli: