Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

7.12.04

Jólin eru að koma

Núna styttist óðum í mín fyrstu jól og er ég bara nokkuð spenntur! Mér finnst svo gaman að rífa pappír og skoða skraut þannig að ég á eftir að skemmta mér konunglega á aðfangadag. Pabbi minn er nú kominn í fæðingarorlof nr. 2 og mér finnst rosa gaman að hafa hann svona heima allan daginn og sendi honum við og við alveg sykursæt bros... verð að gefa mömmu svoleiðis líka bráðum-held að hún sé að verða svoldið móðguð.... maður má ekki gera upp á milli þessara greyja;o)
Dagurinn í dag er búinn að vera svoldið erfiður: Ég er búinn að vera í myndatöku eiginlega í aaaaallan dag! Það á víst að sýna mann í einhverjum jólakortum.... Það er nú ekki alveg í lagi með þetta lið! Láta mann sitja berrassaðann með einhverja vængi á bakinu og ætlast til þess að maður brosi sætt! Og ef maður er ekki alveg í stuði þá láta þau eins og bavíanar til að fá mig til að hlæja... vildi að ég gæti tekið video af þeim þegar þau láta svona!
Jæja, svo á pabbi gamli afmæli á fimmtudaginn. Við mamma erum búin að kaupa gjöf. hehehehe hann verður sko hissa! Hann heldur að hann viti alveg hvað hann fær- en hann veit það sko ekki neitt!
Fórum í gær í heimsókn í bankann til hennar Sæunnar skáömmu. Ég fékk sýnisferð um bankann með henni- eða.... allir í bankanum fengu mig til sýnis.... Maður er svo vinsæll allsstaðar sem maður kemur. Ég var auðvitað voða stilltur og prúður drengur og heillaði alla upp úr skónum fyrir vikið. Maður kann sko á þetta!

Engin ummæli: