Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

19.1.11

Að drepa tímann...

Bjartur, Sunna og mamma að spjalla í eldhúsinu:
M:,,Nú er ég alltaf heima með Sindra."
S:,,Af hverju?"
M:,,Af því að Sindri er svo lítill. Hann má ekki fara á leikskóla strax".
S:,,Hvenær má hann byrja á leikskóla?"
M:,,Þegar hann verður eins árs þá förum við saman á leikskólann."
S:,,Hvenær verður hann eins árs?"
M:,,Þegar það kemur desember. Hann á afmæli 19. desember."
Sunna situr smástund hugsi...
Svo segir hún:,,Má ég sópa gólfið?"
Þá segir Bjartur:,,Sópa svo tíminn líði hraðar? Hahahahaha..."
Algjör brandarakall :o)