Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

4.8.04

Húsdýragarðurinn

Ég og Óðinn Bragi fórum í Fjöslskyldu- og húsdýragarðinn á Verslunarmannadaginn og dróum foreldra okkar með. Ég var að vísu óskaplega upptekinn af því að sofa í vagninum mínum en Óðinn Bragi var hressari en ég og fylgdist grannt með dýrum og plönum á svæðinu. Guttormur sýndist okkur vera orðinn svoldið gamall og líklega seigur undir tönn. Hann hefur það nú ekki eins gott og ég að hafa einhvern til að pressa út úr mér kúkinn, en hann virtist nú ekki vera sprækur heldur þegar kom að því að skila af sér, a.m.k. voru beljurnar hans miklu kröftugri við það. Það var líka kanski eins gott því mér sýndist hann vera að spá í að spúa yfir gesti. Hann var kominn með afturendan alveg upp að hlöðna veggnum og gerði sig líklegan til að hleypa út beint fyrir framan nefið á börnunum sem þar voru að fylgjast með kappanum. En ekkert gerðist fyrr en aðeins seinna og þá mátti heyra mikinn fögnuð hjá yngri kynslóðinni, sem reyndar er nú svoldið eldri en ég...hún virðist hafa mikinn áhuga á kúk. Einnig heyrði ég einhverjum sem hálf grétu í foreldrum sínum því þeir vildu sjá Guttorm kúka...ætli ég verði einhverntíman svona áhugasamur um úrgangsmál annara?

Engin ummæli: