Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

14.10.04

Ég er svo fyndinn

Hæ besti pabbi minn.
Ég veit ekki hvað mamma heldur eiginlega að hún sé! Hún heldur að hún ráði svo vel við mig því ég er svo stilltur strákur- en hún er ekki alveg búin að fatta að ég er prakkari innst inni við beinið;o)
Hún er líka svolítið lengi að læra tjellingin... Hún leyfir mér ALLTAF að sprikla á morgnana og er ekki ENN búin að læra það að ég spræni alltaf á gólfið! Núna í morgun gaf ég henni meira að segja nokkur merki um að eitthvað stórt væri í uppsiglingu- en hún fattaði það ekki samt (kannski er hún ekki almennilega vöknuð, ég veit það ekki). Ég prumpaði nokkrum sinnum og stundi með, hún fattaði það ekki fyrr en ég gaf frá mér almennilega stunu. Þá var ég auðvitað rifinn upp- oooog á skiptiborðið..... Þá gat ég bara ekki haldið lengur í mér.... og kúkaði! Mamma var nú samt svoldið snör í snúnigum og náði að skella bleyju undir mjúka bossann minn. Þannig að það fór ekki allt á skiptiborðið í þetta skiptið. En ég veit ekki hvað ég þarf eiginlega að gera þetta oft til þess að hún læri gamla konan. Vonandi ekki mikið oftar vona ég :o/
Þú getur kannski talað við hana þegar þú kemur heim- hún hlustar kannski frekar á þig pabbi minn.
Sjáumst þegar þú kemur ;o) ;o)

Engin ummæli: