Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

26.2.07

HALLÓ ;o)

Þó svo að bolludagur sé liðinn er ég enn að bolla mömmu og pabba- maður má alltaf vona að maður fái eitthvað fyrir það... T.d. á laugardaginn sló ég á rassinn hans pabba og sagði:,,Vaffla, vaffla, vaffla..." og viti menn! ég fékk vöfflu! Ég fékk líka að baka köku með mömmu því Rakel og Sjöfn og pabbi þeirra, hann Snorri, voru í bænum og þau voru svo spennt að koma að heimsækja okkur og sjá Sunnu (og mig auðvitað líka). Dagur, Inga, Máni og Sól komu líka í heimsókn og voru voða ánægð með að ég hafi bakað.

Á öskudag var ég Gríslingur og mér fannst ég svaka flottur. Hefði samt frekar verið til í að vera Spiderman en Gríslingur er samt svo mikið krútt að ég var alveg sáttur. Ég vil endalaust vera í búningnum! Það var rosa gaman að mæta á leikskólann í búning og allir krakkarnir mættu líka í búning. Svo var dansað á Sal og kötturinn sleginn úr tunnunni og þegar ég sló kom fullt af poppi úr tunnunni- það var enginn köttur þar inni!
Sunna var bangsi á öskudaginn. Það er af því að hún á bangsagalla. Hún var líka voða krútt. Hún er orðin svo dugleg og stór. Við erum meira að segja búin að fara í bað saman. En það var bara stutt. Ég bíð spenntur eftir að hún stækki meira því þá getum við leikið okkur svo mikið saman.

Um helgina sótti afi mig til að fara í Haukahúsið- maður lifir í föstum liðum ;o) Svo tókum við því bara rólega um helgina því pabbi var að spila með Kóngulóarbandinu á nóttinni og var hálf þreyttur á daginn...Fengum reyndar góða gesti eins og ég sagði áðan og tókum svo sunnudagsrúnt á sunnudaginn og eins og venjulega flýgur tíminn áfram!

Að lokum: TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ VALGEIR FRÆNDI!!!

Þíjú! -BjArTuR

20.2.07

Alltaf að klára sósuna

Bjartur sat við eldhúsborðið að borða kvöldmatinn sinn. Þá segir hann: ,,Mamma ég er alltaf að KLÁRA sósuna mína því ég er svo KLÁR. Ég er svo duglegur að klára matinn minn því ég er svo klár. Pabbi er ekki duglegur því hann er ekki klár.
Mamma berst við hláturinn. Þó þetta sé nú vitlaust þá er hann samt svo klár....

Eru læti í þér?

Sunna var að æfa söngröddina. Þá segir Bjartur með þessari sætu rödd sem hann notar alltaf þegar hann talar við Sunnu sína: ,,Eru lææææti í þér?" Alveg óendanlega sætur!

Hvernig gengur

Bjartur var að leika sér inní herbergi og mamma sat frammi að gefa Sunnu að drekka.
Svo kallar Bjartur:,,Hvernig gengur þarna frammi!?"
Eins gott að hafa yfirsýn yfir hlutina.....

Mikið að gera um helgina

Fór maður ekki í fyrsta skipti í leikhús um helgina! Það var æðislega gaman. Mömmu og pabba fannst mest gaman að horfa á mig horfa á Karíus og Baktus- skemmtilegra en að horfa á leikritið sjálft... skil það ekki. Það var nú flott hjá Berglindi að hafa samband við okkur og bjóða okkur með því þetta var æðislega gaman. Ég hef ekki talað um annað en Karíus og Baktus síðan á sunnudaginn og tók eftir alveg ótrúlegustu smáatriðum í leikritinu. Mamma var líka búin að undirbúa mig og leyfa mér að hlusta á kappana nokkrum sinnum áður en við fórum á sjálft leikritið þannig að ég gat alveg fylgst vel með því ég þekki lögin og textann. Núna finnst mér sniðugt að sitja með pabba eins og Karíus og Baktus gera- svona bak í bak. Svo finnst mér líka sniðugt að gera eins og Karíus- vera reiður og hoppa af reiði- og segi þá líka alltaf frá því að mér brá þegar hann gerði það ;o) Já, þetta var sko upplifun!
Sunna fékk ekki að koma með- Balli var að passa hana á meðan. Hún hefði líka bara orðið hrædd við lætin. Svo þegar leikritið var búið sóttum við Sunnu og fórum í bolluafmælisveislu til Erlu minnar. Þar var gaman að leika við Óðinn Braga. Ég á sko eftir að sakna hans þegar hann flytur til útlanda.

Á föstudagskvöldið komu Ásdís og Birkir að borða hjá okkur og ég var nú duglegri að leyfa þeim að leika með dótið mitt- var ekki eins stressaður í þetta skipti ;o) Svo fór ég eins og venjulega með afa í Haukahúsið á laugardaginn og prílaði og lék mér þar. Mamma, pabbi og Sunna komu svo að sækja mig til afa og ömmu. Þegar við komum heim fóru mamma og pabbi með mig í hjólatúr- ég hjólaði og þau löbbuðu og Sunna svaf í vagninum. Við fórum niður á læk að gefa öndunum brauð. Þær voru ekkert mjög svangar... en ég svekkti mig ekkert á því heldur hjólaði heim aftur með viðkomu í ísbúð og fékk trúðaís! Mmmmm.....

Núna er ég á leikskólanum allan daginn- pabbi fer með mig kl. 8 og klæðir mig í rauðu inniskóna og ég flýg inn á ungadeild. Mér finnst ég sko flottastur í þessum rauðu skóm. Svo koma mamma og Sunna að sækja mig kl.4 og þá keyri ég Sunnu mína heim í vagninum. Stundum kemur amma líka að sækja mig og þá verð ég svo glaður! Ömmu finnst líka svo gaman að sækja mig því henni finnst svo gaman að sjá hvað ég verð glaður;o)

12.2.07

Ég vil það sem ég vil

Bjartur sagði við mömmu: "Mamma. Ég vil það sem ég vil."

Ertu að kúka?

Bjartur leit á Sunnu og sagði með voða krúttlegri röddu: Ertað kúúúúka?

Pabbi ég er jafn stór og þú

Pabbi kraup á gólfinu og Bjartur tók þá eftir því að þeir voru jafn stórir.
Bjartur: Pabbi ég er jafn stór og þú.
Pabbi: Já.
Bjartur: Þá má ég mikið!

Þá er helgin liðin...

.... alltof fljótt.
Það er svo notalegt að vera í fríi allir saman. Margt var brallað þessa helgi... Fórum í pizzuveislu á föstudagskvöldið. Pabba finnst alltaf gaman að borða annarra manna pizzur- eins og þið vitið er hann ansi duglegur og iðinn við að baka pizzur sjálfur og finnst gaman að "breyta til".
Bjartur fór svo auðvitað með afa í Haukahúsið á laugardagsmorgun. Svo fórum við fjölskyldan í bæinn að kaupa nýjan stórustráka bílstól fyrir strumpinn. Það er munur að vera kominn í nýjan stól sem er með "duddugeymslu" og allt! ;o)
Á laugardagskvöldið vaknaði Bjartur svo með eyrnaverk. Pabbinn hringdi á læknavaktina sem sagði honum að gefa stíl og sjá svo til. Við gerðum það og Bjartur gat sofið um nóttina. Þegar hann vaknaði var honum ekki lengur illt í eyranu- "það er bara skítugt" sagði hann. Þegar við fórum að kíkja í eyrað sáum við að slatti af vökva hafði lekið og storknað í eyranu....hljóðhimnan væntanlega sprungin... og ekki búið að gera meira í málinu því það er varla neitt að gera úr þessu...

Í dag voru pabbi og Bjartur sérstaklega duglegir. Þeir tóku til allan pappírinn sem safnast hefur í blaðakörfuna og fóru með hann "á haugana" eins og Bjartur segir. Þeir fóru líka uppí æfingarhúsnæði að tromma. Þegar þeir komu heim hjálpaði mamma Bjarti að baka köku því hann vildi bjóða ömmu og afa í kaffi. Svo borðaði Bjartur mikið í kvöldmatinn og þá var dagurinn búinn..

Sunna er hætt að vera ungabarn og er orðin svo mikill krakki! Á laugardagskvöldið hélt hún mömmu og pabba vel við efnið með því að hlæja við hvert hljóð sem þau gerðu. Það er æðislegt að heyra hana hlæja svona upphátt. Hún er líka farin að taka svo vel eftir og finnst skemmtilegast að fylgjast með öllu sem Bjartur gerir. Hún er farin að velta sér af maganum yfir á bakið og er aaaaalveg að ná að velta sér af bakinu yfir á magann.
Hún er ákveðin ung dama og ætlar ekkert að taka snuð þegar mömmu hennar og pabba hentar- þá lætur hún sko heyra í sér!
Vonandi koma bráðum myndir hingað inn svo að þið getið séð hvað hún hefur stækkað!

5.2.07

Fréttir

Jæja góðir hálsar!
Við erum alla vega með góða hálsa núna... hehe. Pabbinn á bænum er reyndar slappur en það er mest í nefinu.
Bjartur er nú alltaf á leiðinni á Seyðis- það er orðið svolítið langt síðan síðast...Hann fer inn í forstofuskáp og segist vera farinn á Seyðisfjörð. Hann sest á sófabakið á sófanum inní holi og það er flugvélin hans og hann flýgur þaðan á Seyðisfjörð. Í gær bjó hann til skutlu með pabba og hún var alltaf að fljúga á Seyðisfjörð.... þannig að pabbi pantaði flug fyrir strákinn sinn (og reyndar restina af familíunni líka) og planið er að fara á Seyðis um páskana. Það verður gott að kíkja aðeins á liðið þar og ekki spillir að Sól frænka verður þar líka!

Mamma og pabbi hafa verið alveg í kasti yfir guttanum síðustu daga. Hann er sko alveg að tapa sér í handboltanum.... Er búinn að fara með afa að horfa á HM í Haukahúsinu og líka búinn að fara á Haukaleik. Núna er mest spennandi að leika sér í handbolta og þá vill hann fá lýsingar á því sem hann er að gera. T.d: ,,Kemur Bjartur hlaupandi með boltann, hann stekkur upp! og skooooorar! BJARTUR LOGASOOOOOOOONNNNNN! Þá finnst honum hann vera flottastur og verður aldrei þreyttur á þessu.
Hann er duglegur strákur. Duglegur á leikskólanum, duglegur að leika og pæla í hlutum og voða duglegur með systu- stundum brussulegur en meinar alltaf vel...

Litla systir er búin að læra á röddina sína- eða er reyndar alltaf að æfa sig eitthvað með röddina því hún öskrar og býr til skrímslahljóð öllum stundum. Það er voða sniðugt en getur verið svoldið þreytandi þegar stóri bróðir fer að sofa á kvöldin.... Þá er mín alveg í stuði og er að slípa söngröddina. Þá er stóri bróðir svoldið lengi að sofna...
Hún er búin að fara í sína fyrstu sprautu og heillaði lækninn og hjúkkuna auðvitað alveg uppúr inniskónum. Hún ætlar ekki að verða sama mannafælan og bróðir hennar. Hún brosir til allra sem yrða á hana. Hún er alltaf sama sólskinsbarnið.

Það hljóta nú að fara að koma fleiri myndir hingað inn. Við látum vita þegar það gerist (Helgamma verður þá glöð).

2.2.07

Bjartur með allt undir control...

Bjartur var að leika sér inní herbergi og mamma sat frammi að gefa Sunnu að drekka.
Svo kallar Bjartur:,,Hvernig gengur þarna frammi!?"
Eins gott að hafa yfirsýn yfir hlutina.....

Bjartur talar svo sætt

Sunna var að æfa söngröddina. Þá segir Bjartur með þessari sætu rödd sem hann notar alltaf þegar hann talar við Sunnu sína: ,,Eru lææææti í þér?" Alveg óendanlega sætur!

Hvernig notar maður orðið klár?

Bjartur sat við eldhúsborðið að borða kvöldmatinn sinn. Þá segir hann: ,,Mamma ég er alltaf að KLÁRA sósuna mína því ég er svo KLÁR. Ég er svo duglegur að klára matinn minn því ég er svo klár. Pabbi er ekki duglegur því hann er ekki klár.
Mamma berst við hláturinn. Þó þetta sé nú vitlaust þá er hann samt svo klár....

ÖSKUR- dagur?

Bjartur var í heimsókn hjá ömmu og afa á sprengidag. Afi spyr Bjart hvort hann viti hvaða dagur er.
Bjartur: ,,Já öskudagur".
Afi:,,Nei í dag er sprengidagur. Á morgun er öskudagur. Og hvað gerir maður þá?"
Bjartur:,,öskrar".

Víðivellir...

Mamma var að syngja leikskólalagið hans Bjarts:
Mamma:,,Víðivellir, Víðivellir, það er skólinn minn..."
Bjartur með frekjutón: ,,Nei! MINN!"
Mamma þurfti að syngja Víðivellir, Víðivellir, það er skólinn þinn..... til að Bjartur væri sáttur.