Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

21.10.05

Jæja...

Verður maður ekki að segja ykkur fréttir af mér?
Síðast þegar þið vissuð var Helgamma að koma og passa mig. Núna er hún löngu farin en við skemmtum okkur alveg frábærlega saman! Hún er alltaf svo dugleg að leika við mig og dekra við mig. Vonandi sjáumst við aftur í lok október þegar mamma fer í vetrarfrí. Þá á langafi Emil líka stórafmæli og við verðum eiginlega að heimsækja hann þá- ef hann verður á landinu....
Nú er Svala stórafrænka mín orðin 5 ára og ég var auðvitað boðinn í afmælið hennar. Það var æðislega gaman- fullt af krökkum og stuð og læti.
Látum okkur nú sjá..... hvað er meira að frétta? Það er víst voða lítið. Ég er bara á fullu að fíla mig hjá Hildi dagmömmu á virkum dögum og svo gerum við familían eitthvað skemmtilegt um helgar. Til dæmis fórum við að hitta nýjustu börnin í vinahópnum, þau Ásdísi og Birki, einn sunnudaginn. Þau búa í Danmörku og eru í heimsókn á Íslandi. Ég var alveg heillaður af Ásdísi og vildi bara knúsa hana og kyssa. Svo á hún svo fína, bleika duddu sem ég átti fullt í fangi með að setja uppí hana.
Síðustu helgi kom Óðinn Bragi í heimsókn. Við vorum duglegir að leika saman og skála í mjólk:o) Þið sjáið að ég er bara spakur þessa dagana... Tíminn er svo fljótur að líða hjá okkur- það er alltaf þannig þegar það er mikið að gera;o)
Pabbi lofar að setja inn myndir á morgun fyrir aðdáendur mína!
Bless í bili.
-Bjartur