Dagný las yfir mömmu sinni:,,Þú mátt ekki segja nei. Það má ekki segja nei við mömmu sína! Það má ekki segja nei..." Þetta endurtók hún í sífellu. Mamman þagði bara og barðist við að halda niðrí sér hlátrinum. Þegar sú stutta var búin með reiðilesturinn sagði mamman við Helgömmu:,,Það er bara verið að taka mann á teppið."
Þá segir Dagný:,,Nei! ÉG tek teppið!" og tók teppi sem var í sófanum og henti því í gólfið...
Maður er ákveðin ung dama ;O)
(des 2010)
29.12.10
lítill harðstjóri
19.12.10
Fæðingarsaga Sindra
Ég var búin að vera með smá seyðing í bumbunni síðan um morguninn þennan fagra sunnudag. Orðin þreytt og spennt að ljúka þessu bara af, einn dagur í settan dag… jólin á næsta leiti og svona…
Mamma og pabbi kíktu í heimsókn rétt um 3 og við Logi ákváðum að nýta tækifærið og skjótast inná Hreiður til að láta að tékka á mér… Ég var alveg viss um að vera komin með einhverja útvíkkun. Bíðandi eftir einhverjum verkjum þó, því fæðing Dagnýjar var mér svo fersk í minni… þá var sóttin svo hörð.
Í bílnum flaug allt í einu í huga minn fæðingin hennar Sunnu. Hún var svona: Bara smá seyðingur og fyrr en varði var hún fædd!
Það voru vaktaskipti þegar við komum svo við biðum á ganginum sallaróleg. Hver kemur þá arkandi á vakt nema Annaljósa okkar! Það voru fagnaðarfundir. Hún sagðist auðvitað sjá um þetta allt saman og við færum ekki aftur heim nema með barnið í fanginu.
Hún tékkaði á útvíkkun og það var eins og okkur var farið að gruna. 7-8 cm og biðin okkar eftir fjórða molanum styttist. Enn voru þó engir verkir komnir og vildi Anna bíða eftir hríð til að hreyfa þá um leið við belgnum... eða hvað það var sem hún ætlaði, hún kann allavega sitt fag ;o). Ég fékk nefsprey… eitthvað sem átti að koma öllu betur í gang… en ekkert gerðist.
Þá fórum við inná fæðingarstofu, vatnið látið renna í baðið og nálastungur prófaðar. Þá fyrst fór mín að finna fyrir einhverju! Leit á klukkuna. 16:20. Vonandi verður barnið fætt um kvöldmatarleytið. Vildi komast sem fyrst ofan í vatnið en stoppaði stutt þar. Belgurinn var sprengdur og við það kom óvenju mikið blóð þannig að uppúr þurfti ég og um leið og ég stóð upp fann ég fyrir að barnið var að koma. Núna.
Náði þó að staulast í rúmið og hviss, bamm, búmm. Fæddur drengur kl. 16:51. 3475gr og 52 cm. Og enn langt í mat ;o)
Þetta gekk mjög hratt og hljóðlega fyrir sig. Í þetta sinn náði ég ekki einu sinni að fá glaðloft! Við segjum alltaf að Sindri hafi læðst í heiminn, þetta var svo átakalaust. Enda miklir reynsluboltar hér á ferð með frábæra ljósu!
9.12.10
Gömlu kellurnar
Heyrðist út úr herbergi þar sem stelpurnar voru með teboð handa dúkkum & böngsum:
Sunna: Þetta er alveg dásamlegt hjá okkur
Dagný: Já, svo sannarlega
1.11.10
Stelpur
Stóri bróðir fór til Helgömmu um helgina. Pabbi var að rokka niðrí bæ þannig að stelpurnar voru í aðalhlutverki þessa helgina. Áframhald í afmlælisveislum og fleira skemmtilegt. Pabbi er að vinna í að setja inn nýjar myndir en það dregst aðeins þar sem hann þurfti að skrifa á einhverja pappíra fyrir væntanlega litla barnið og svo eru októbermyndirnar svoldið margar =)
Svo kemur Bjartur heim á morgun, reyndar svoldið seint, þannig að við hittum stóra bróðir jafnvel ekki fyrr en morguninn eftir.
18.10.10
yes man
Maturinn var alveg að verða til og Sunna vildi fá nammi. Mamman sagði auðvitað nei við því. Litla daman var auðvitað ekki sátt við það og maldaði í móinn.
S:,,jú ég vil víst fá nammi!"
M:,,Nei, það er alveg að koma matur".
S:,,Ég borða ekki þennan mat. Hann er ógeðslegur. Ég vil fá nýja mömmu."
M:,,Alveg sama. Allir foreldrar vilja að börnin þeirra borði hollt og gott. Það segja allir nei við nammi fyrir matinn".
S:,,Þá vil ég fá Já-mömmu og já-pabba!"
(okt. 2010)
8.8.10
Að vita og ekki vita
Bjartur er stundum leeeeengi að sofna ;o)
Reglulega spyr hann hvernig hann eigi eiginlega að fara að því að sofna... Þá er svarið alltaf:,,Loka augunum lengi og hugsa um eitthvað fallegt."
Eitt kvöldið gat gáfnastrumpurinn ekki sofnað, kemur fram og spyr hvernig hann eigi að sofna.
Mamma:,,Lokaðu augunum bara. Og hafðu þau lokuð. Ertu alltaf að gleyma þessu?"
Bjartur:,,Já! hvernig á maður alltaf að sofna?"
M:,,Maður hefur bara augun lokuð og hugsar um eitthvað. T.d. það sem maður gerði í dag eða eitthvað fallegt og gott. Áður en maður veit af þá er maður bara sofnaður og farinn í draumaheima."
B:,,Þú getur samt ekki sagt það. "Áður en maður veit af" Af því að maður veit ekki af því þegar maður sofnar..."
Stundum er þessi krakki of klár fyrir mömmuna....
Dýr eða dýr?
Nú þegar Bjartur fer ekki lengur með okkur mæðgum í leikskólann fylgjum við honum niðrí skóla á leikjanámskeiðið... svona þegar pabbi getur ekki farið með honum. Á leiðinni þangað síðast fórum við framhjá voða flottu einbýlishúsi með flottum palli fyrir utan. Þá segir Sunna:,,Þarna er heitapottur."
Mamma:,,Já, er það?"
S:,,Já því það er pallur."
Þá segir Bjartur:,,Mamma, er þetta dýra húsið?" (Raðhús sem við skoðuðum einhvern tímann í þessari fasteignaleit okkar, og var með potti á pallinum)
M:,,Nei."
S:,,Jú, ef maður setur dýr inní það!"
25.7.10
"Ég er eins og lítil Toyota"
...sagði Sunna þegar hún hjólaði á "fleygiferð" framhjá mömmu sinni með vagninn og Dagný innanborðs. Henni fannst hún vera á svo mikilli ferð =)
20.7.10
19.6.10
Listaverkasýningar
Bjartur og Sunna sýna nokkur listaverk frá 2009. Aðallega er um að ræða verk sem gerð voru í leikskólanum á síðasta ári.
Einnig er önnur sýning í gangi þar sem Dagný hefur bæst í hópinn. Þar eru einnig aðallega verk gerð á leikskólanum.
Skoða listaverkasýningu 2009
Skoða listaverkasýninu 2010
8.5.10
Bjartur var að borða Ópal:
"Nú getum við andað betur."
Mamma:"Afhverju?"
B:"Af því að Ópal bætir andrúmsloftið".
Sunna og gullkornin:
"Dagný getur núna hoppað með losnuðum höndum!"
Þýðing: án þess að halda sér í... ;o)
Sunna í bílnum: "Mamma, kíktu í spegilinn. Sérðu þá mig?"
Mamma: "já"
S:"Nei... þú sérð mig ekki... ég sé mig ekki."
M: "Jú ég sé þig. Núna ertu að klóra þér í nefinu".
S:"Já, ég veit".
Hehehehe.. gott að vita það sem maður er að gera ;o)
14.4.10
Bjartur gáfnastrumpur kemur sífellt á óvart...
Sunna hefur nú alltaf verið nett, það er ekki hægt að segja annað ;o) Þvílík písl!
Mamman varð samt gapandi þegar þær systur voru að ramba úti í garði og Dagný hélt stóru systur sinni uppi!! Dagný gengur undir nafninu "Trölla" þessa dagana en það er af öðrum ástæðum en vegna líkamsþyngdar... meira svona í takt við skapið og tröllahláturinn, en litla dýrið sat á rambeltunni og Sunna písl hélst uppi.
"Hvað ertu eiginlega létt??" sagði mamman steinhissa.
Bjartur stóri bróðir var ekki lengi að finna útúr þessu:"Mamma. Sunna situr alveg upp við haldið (semsagt innar á römbunni) og Dagný er næstum því með rassinn út fyrir. Það munar um það!"
SÆLL! Hvaðan kemur þessi krakki?? Hann er SÚPERklár!
27.3.10
"Ég á þessa húfu"
...sagði Sunna við systur sína í dag og bætt við "sjáðu, það stendur ÉG inní henni" =)
"Gaggaló"
...segir Dagný þegar hún er að kalla á Helgömmu og ef hún leggur áherslu á kallið kemur "Gaggalagó" =)
2.3.10
Nýjar myndir
Nú er komin ný myndasíða f. 2010 myndirnar, smelltu hér til að skoða myndirnar frá janúar og febrúar.
28.1.10
Eigum við eitthvað að ræða slenið á þessari síðu?
Tímarnir hafa heldur betur breyst núna eftir að húsmóðirin fór að vinna. Nú berst hún til að finna tíma til að brjóta saman þvottinn og þrífa klósettið! Hehehehe.. sérstaklega af því að þessir tímar sem áttu að fara í svoleiðis stúss hafa farið í læknisheimsóknir eftir læknisheimsóknir...
Fyrst fóru allir krakkarnir til háls, nef og eyrnalæknis. Bjartur losnaði við rörin sín, Sunna skoðuð og tekið sýni úr hori og Dagný sett á sýklalyf vegna eyrnabólgu. Það voru mjög hissa foreldrar sem fóru út frá lækninum: Dagný með eyrnabólgu og aldrei kvartar hún. Sefur eins og steinn og er alltaf hvers manns hugljúfi. Svo ræktuðust einhverjar fjórar bakteríur úr Sunnu þannig að hún fór líka á sýklalyf. Vonandi fer þá að minnka hóstinn og horið hér á bæ...
Svo var kominn tími á að einkasonurinn færi í hjartasónar. Við þangað og litli spekingurinn gat spekúlerað og spáð í gjörsamlega ALLT hjá lækninum! Endaði á því að segja honum að það væri sprunga á veggnum hjá honum og að hann þyrfti nú að láta laga þetta! Hann vissi alveg um svona því afi hans væri múraraMEISTARI. Hehehehe læknirinn hló nú bara að þessum litla með brillurnar og hafði gaman af.. En hjartað lítur vel út. Lekinn er allavega ekki meiri en hann hefur verið.
Þá var komið að augnlæknaheimsókn nr.1. Hún kom ekki nógu vel út. Drengurinn sér enn verr. En við eigum eftir að fara aftur og fá nákvæmari mælingu og spyrja lækninn spjörunum úr.... nei ekki alveg...leyfum honum að vera á brókinni.
Næsta heimsókn er næsta miðvikudag og miðvikudaginn þar á eftir fara stóru krakkarnir í klippingu... þannig að hér verður ekki þveginn þvottur fyrr en um miðjan febrúar! Nei, það eru nú ýkjur ;O)
Jæja, komið nóg af þessu pikki (þarf að fara að brjóta saman úr ca einni vél hehe)
14.1.10
Eftir jól
Jæja, það er óhætt að segja að þessi síða hafi verið í ansi löngu jólafríi..
Seinni hluti desembermánaðar var vægast sagt annasamur! Brjálað að gera og jólagjöfum, útskriftargjöfum, brúðargjöf og skírnargjöf reddað korteri í jól, jólagrauturinn fékk að malla allan þorláksmessudag og síðustu gjöfum pakkað inn á sjálfan aðfangadag! Hehehehe, já þessi jólin var allt á síðustu stundu... en þau komu nú samt. Þó að húsmóðirin hafi ekki einu sinni haft tíma til að skúra gólfin eða þvo gluggana ;0)
Strax eftir jólin var flogið austur á Seyðis þar sem hver einasti dagur var skipulagður í þaula. Það fyrsta á dagskrá alla daga var að slappa af... og við gerðum það svo sannarlega.... svona eins og maður getur með þrjá krakkaorma ;o)
Við komum svo heim 3. jan. og þann 4. jan gerðist hið óumflýjanlega: Mamman fór aftur að vinna! Smá hnútur búinn að vera í maganum yfir þessu, en auðvitað var æðislegt að hitta vinnufélagana aftur og móttökurnar voru ekki slæmar.
Dagný er svo búin að vera í aðlögun á ungadeild og gengur bara rosalega vel. Stóru krökkunum finnst þetta svo spennandi að hvern morgun núna fer hele familien með Dagnýju á leikskólann þar sem hún er knúsuð og kysst í klessu í fataklefanum áður en haldið er áfram á næstu deild. Já, það er hægt að segja að litla daman fái konunglega fylgd á leikskólann hehehe. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir okkur mæðgur... en líka æðislega gaman (svo gaman að brjóta saman þvottinn á kvöldin núna- því það er eini tíminn sem gefst hehe).
Svo eru komnar nýjar myndir af jólunum... í myndaalbúminu auðvitað ;o)