Dagurinn byrjaði snemma hérna á Hjallabrautinni. Bjartur vaknaði um 7 og kom og vakti mömmu og pabba. Þau voru hissa á að hann hafði ekki séð pakkana tvo sem biðu hans fyrir utan herbergið hans. Eftir smá kúr í mömmu og pabba rúmi fóru allir fram og Bjarti sýndir pakkarnir. Þá hafði hann alveg séð þá en vildi spyrja um leyfi til að opna þá hehe.... svo kurteis drengurinn.
Pakkinn sem var bleikur var frá Sunnu systur. Hann var vel skreyttur með körfuboltalímmiðum. Í honum var DVD- Bubbi byggir. Í rauða pakkanum (rauður er besti og flottasti liturinn og Haukar eru rauðir) var skemmtilegt þrautaspil frá Helgömmu- eða Electro.... þið kannist við það, kviknar á ljósi þegar maður gerir rétt ;o)
Svo var afmælisdrengurinn klæddur í föt og drifinn á leikskólann. Þar beið Sigga besta með afmæliskórónu handa honum og svo fékk hann að baka afmælisköku og skreyta. Allir krakkarnir sungu svo afmælissönginn í kaffitímanum. Mamma kom á bílnum að sækja strákinn, síðan var pabbi sóttur í vinnuna og restin af deginum var í höndum Bjarts. ,,Þú mátt alveg ráða núna!" Hann vildi fara heim. hehehe... Heim að spila "ljósaspilið". Allt í lagi með það- heim var farið.
Afmæliskvöldverðurinn var fiskur á "Stælnum" og komu amma og afi með. Dagurinn endaði svo heldur betur vel því Bjartur fékk gjöfina sína frá ömmu og afa þegar heim var komið. Leiftur McQueen bílabraut!!! Vá hvað strákurinn var ánægður- og æstur ;o)
Svo var úðað í sig ávöxtum með súkkulaði (uppáhaldið), Leiftur svæfður í bílabrautinni og lesin kvöldsaga..... Hamingjusamur 3 ára stór strákur sefur nú vært í rúminu sínu og getur ekki beðið með að vakna og leika með bílabrautina.... sem hann ætlar að gera á hverjum degi! Alltaf. Hhehehehe bara yndislegt að sjá litla manninn svona í skýjunum...
Sunnulingurinn er alltaf við það sama: Alltaf brosandi ánægð með lífið. Dagurinn í dag var sérlega skemmtilegur! Hún fékk nefnilega óskipta athygli tveggja myndardrengja: Gústaf Bjarni og Emil Gauti voru að passa dömuna. Þegar þeir voguðu sér að snúa sér að öðru en henni gaf hún frá sér kvarthljóð: Hey! Hvert eruð þið að fara!? Entertain me!!!!
Þeir eru líka heillaðir og ætla að passa aftur á morgun. Þegar þeir fengu að vita það heyrðist:,,YESSSS" í þeim ;o) Svo rukka þeir mömmu sína reglulega um svona litla stelpu hehehe, ótrúlega sætir! Og Begs! Þú ættir nú að láta þetta eftir þeim ;o) þeir biðja svo fallega.
Jæja, afmælisveislan verður svo á sunnudaginn- sjáumst þá! :O) :O)
P.s. Afmælisboðið mitt
5.6.07
Bjartur afmælisstrákur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli