Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

3.1.07

2007 komið

Gleðilegt ár allir saman!

Við áttum æðisleg áramót saman. Lítið um djamm hjá okkur- tókum það út á föstudeginum. Begs og Nonni héldu snilldar grímupartý sem við kíktum í- sem Fred og Wilma (aftur-lítið frumleg). Myndavélin fékk lítið frí þann tíma sem við stoppuðum og myndir væntanlegar á síðuna hans Loga any day now...

En aftur að gamlárs....
Fórum auðvitað til ömmu og afa og það má segja að afi hafi slegið í gegn! Hann klikkaði sko ekki eins og foreldrarnir á flugeldunum :o/ Bjartur var eins og engill allt kvöldið og lét meira að segja pína ofan í sig mat- ef hann fengi dönduljós.
Það þarf ekki að segja frá því að Sunnulingurinn var við sitt sama: Bara svaf og brosti hringinn þegar hún vakti- sérstaklega til Valgeirs. Hún er uppáhalds barn foreldra sinna hehe. Hitt uppáhaldsbarnið, Bjartur sprengjustrumpur, fékk að fara á HAUKABRENNNNNNUUUUUU með foreldrunum og ömmu og afa. Við höfðum það af að rúlla okkur af stað eftir að hafa troooooðið okkur út af snilldar mat og eftirrétt. Afi tók blys með á brennuna og Sprengjustrumpur var í essinu sínu þar. Rosa stuð...en maður á að fara varlega. Hann er svo pottþéttur gæi að hann tók ekki sprengjugleraugun af sér fyrr en hann var kominn safe inn aftur- hann var með eld í augunum allan tímann úti hehehe. Það sem honum dettur í hug!

Á meðan fullorðna fólkið horfði á skaupið lék Bjartur sér með dótið og svo var hlaupið á milli glugga að sjá allar sprengjurnar- það var of riskí að fara út í þetta brjálæði í hans augum.... Ekki séns að fá hann út- nema bara út á svalir.
Svo keyrðum við heim og vorum sko farin að sofa uppúr 1. Verí næs. Á nýársdag bakaði pabbi pizzu en komst ekki lengra en að fletja út deigið því Dagur hringdi og bauð okkur í mat til Gauta. Það er sko alltaf gaman að hitta Gauta og co og Dag og co! Reyndar var stoppað stutt því Bjartur átti að fara snemma að sofa og snúa aftur við sólarhringnum. Og nú er allt að komast í réttar skorður. Guttinn byrjaður aftur á leikskólanum, pabbinn byrjaður að vinna full time og mamma og Sunna dúllast heima þangað til Bjartur er sóttur.

Sunna er að verða meiri og meiri krakki- farin að spjalla og fatta að hún er með hendur (sem fá sko að finna fyrir því). Henni finnst mest gaman að vaka á kvöldin og kúka uppá bak til að græða baðferð... Hún er alltaf glöð og brosandi litla ljósið. Sefur (ennþá) allar nætur og er bara algjört sólskinsbarn. Brósi þarf stundum aðeins að knúsa fast og klípa svolítið.... :o/ Það er svo gaman að heyra hana grenja... en annars skiptir hann sér lítið af þessu.

Jæja, myndir frá síðustu vikum aaaaaalveg að detta inn!

-Krílin

Engin ummæli: