Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

1.3.07

Hvernig skildi Bjartur það sem mamma sagði?

Mamma var að segja Bjarti frá því að bráðum færum við öll saman í flugvélina á Seyðisfjörð á meðan hún var að klæða hann í útifötin.
Mamma:,,Bráðum æltum við að fara til Helgömmu á Seyðisfjörð. Það er langt síðan við höfum farið í heimsókn til ömmu!
Bjartur:,,Já...."
Mamma:,,Sunna ætlar að koma með. Hún hefur aldrei komið á Seyðisfjörð nema í bumbunni á mömmu."
Bjartur er eitthvað að melta þetta og er tilbúinn að fara á leikskólann. Pabbi kemur og þeir leggja af stað.
Þá segir Bjartur við pabba:,,Pabbi? Hún Sunna hefur aaaaaldrei séð Helgömmu á Seyðisfirði því augun í henni voru í bumbunni á mömmu!"

Engin ummæli: