Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

31.5.07

Bjartir dagar, hundur og bóndi

Halló allir.

Þá erum við búin að skreppa aðeins í smá frí til Seyðis.... Þar var alveg yndislegt að vera eins og alltaf og dekrað við okkur eins og hægt er. Veðrið hefði mátt vera betra- maður er alltaf svo kröfuharður hehe. Við gátum ýmislegt brallað á þessum stutta tíma: Fórum í sund, heimsóttum Ara Björn og nýja bróður hans, bökuðum köku, hittum hund sem heitir Bjartur, lékum úti- Bjartur fékk að sulla og hjálpa afa í garðinum og svo þegar það var kominn tími til að fara heim kom sólin! Já, frekar fúlt! Næst þegar við förum austur ætlum við að keyra og bíða bara eftir góða veðrinu! Ekki vera að fara í flug akkúrat þegar sólin skín (eins og vanalega).

Í dag fórum við öll saman á Bjarta daga. Brúðubíllinn var fyrir utan bókasafnið og Lilli api og hákarlinn Halli og bóndi sem hét Bjartur! Alveg merkilegt hvað allt er Bjart núna- hundur, dagarnir og bóndinn! Bjartur er alveg hissa á þessu. Emil Gauti og Gústaf Bjarni komu líka og hittu okkur en við fórum strax heim eftir leiksýninguna því það var svo mikið rok þannig að það var lítið leikið við þá bræður:o)

Það eru svo nýjar myndir í albúminu okkar- rosa skemmtilegt. Og von á Seyðismyndum bráðlega;o)

-BjArTuR og SuNnA

Engin ummæli: