Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

10.3.07

Misskilningur

Bjartur hefur verið að hlusta á geisladisk sem hann á og heitir Villikettirnir. Þar eru mörg skemmtileg lög, þar á meðal vinsælasta lagið:Við erum villikettirnir....
Í afmælinu hans Óðins Braga voru allir krakkarnir að leika villiketti og skríða á gólfinu og mjálma. Rosa fjör.
Eftir afmælið sagði Bjartur okkur frá því að villikettir mjálma ekki. Þeir syngja (því þannig er það á geisladisknum).

Engin ummæli: