Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.3.07

Mamma og Bjartur að spjalla

Á öskudaginn:
Mamma:,,Sástu Þorberg á leikskólanum?"
Bjartur:,,Já. Hann var langt í burtu."
Mamma:,,Hvað var hann?"
Bjartur (með svona hneykslunar-heyrðirðu ekki í mér-tón):,,Langt í burtu!"
Mamma orðar spurninguna aftur:,,hvernig BÚNING var hann í?"
Bjartur:,,Hann var latibær." (Meinar Íþróttaálfurinn).

Mamma:,,Af hverju ertu með nebba?"
Bjartur:,,Af því ég vil það".
Mamma:,,Af hverju?"
Bjartur:,,Af því þar geymi ég horið mitt... og sýg það upp."
(Jummí)

Mamma:,,Manstu hvar þú átt heima?"
Bjartur:,,Já. Hjallabraut 23. Það er langt í burtu".
Mamma:,,Nei. það er hér".
Bjartur:,,Já.. þegar ég er hjá afa og ætla að labba heim.... þáááá er það langt í burtu. Þá er betra að fara á bíl".
(klókur)

Engin ummæli: