Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

18.5.07

Allir á lífi?

Úff maður hefur sko ekki verið að standa sig hérna.... Alveg kominn tími á að setja inn fréttir og fólk farið að biðja um fleiri gullkorn Bjarts.

Nú er mamman byrjuð að vinna- búin að vera að vinna í mánuð núna og finnst það bara ágætis tilbreyting að komast út af heimilinu. Hún er bara að kenna til 11 á morgnana svo að þetta er bara skrepp á hverjum degi! Pabbinn er þá auðvitað í fæðingarorlofi með Sunnulinginn og allt hefur bara gengið eins og í sögu. Allir vakna saman á morgnana, mamma fer í vinnuna rétt fyrir 8, pabbi, Bjartur og Sunna labba út á leikskóla og skilja Bjart þar eftir, pabbi og Sunna fara heim og litla daman leggur sig og er rétt að vakna þegar mamma kemur heim og þá er sko nóg til að súpa handa dúllunni!

Bjartur fékk afmælisgjöfina sína frá mömmu og pabba um daginn. Hann á ekki afmæli strax.... en ma&pa gátu ekki beðið! Hann var sóttur í leikskólann og sendur inní herbergi að leika sér. Þegar hann kom inní herbergi var eitthvað stórt á miðju gólfinu og teppi yfir því.... Okkar maður var frekar hissa og kíkti undir teppið. Mamma spurði hvað þetta væri eiginlega. HJÓL!!! var svarið. Já, stórustrákahjól. Vitanlega var það strax prófað og allir fóru út að horfa á Bjart prófa hjólið. Sunna sofnaði í vaginum og pabbi fór fljótt inn til að baka pizzu en mamma elti Bjart 77 hringi í kringum blokkina. Hann er órtúlega góður á hjólinu- datt nokkrum sinnum í beygjum en hann var svo hátt uppi í skýjunum að hann sagði alltaf ofur glaðlega:,,Það er nú eins gott að maður er með hjááálm!" Drengurinn er svo glaður með hjólið að hann er enn ekki kominn niður á jörðina! Svo vill hann alltaf hjóla á leikskólann núna og heim aftur þegar hann er sóttur....

Sunnulingurinn er svo bara hress. Hún er alltaf brosandi og góð litla píslin. Alltaf algjör draumur þessi pínulitli krúttbolti! Og hvað haldiði? Hún er komin með leikskólapláss! Ójá litla prinsessan.... Mamman fær nú aðeins í magann yfir því... Hún byrjar næsta haust á ungadeild. Þetta þýðir auðvitað að hún fer ekki til Hildar okkar.... sem okkur þykir svo leitt því hún er svo góð.... En samt finnst okkur gott að hún sé komin með leikskólapláss... já þetta eru sko alveg ljúfsárar tilfinningar.

En að gullkornum Bjarts... Við höfum verið sko alltof löt að skrá niður snilldar pælingar hans....alveg agalegt! En því verður nú kippt í liðinn. Við látum fáein fylgja núna... þau sem við munum...

Bjartur var að syngja:,,Fuglinn minn að blaka...."
Mamma:,,hvaða lag ertu að syngja?"
Bjartur:,,Fuglinn minn að blaka".
Mamma:,,Ertu að meina Bí bí og blaka?"
Bjartur:,,Já en það eru bara lítil börn sem segja bí bí..."

Bjartur fór í "bekkjarmyndatöku" í leikskólanum.
Hann fékk eina mynd til eignar og sýndi mömmu afar stoltur hvar hann væri á myndinni.
Svo tók hann eftir að hinir krakkarnir fengu líka svona mynd og sagði:,,hey! ég er á þeirra mynd líka!"

Bjartur var að gera prump hljóð með munninum.
Í æsingnum kom slef með einu prumpinu.
Þá sagði Bjartur:,,Hehe. Það kom kvef!" (eitthvað að rugla saman kvefi og slefi)
Mamma:,,Nei þú meinar slef- það rennur slef".
Bjartur:En kvef rennur líka...." (nefrennsli)

,,Sumir bílar eru með dekk aftan á sér og þeir heita þá jeppar".

FULLT FULLT FULLT AF NÝJUM MYNDUM KOMNAR !!!!
ENJOY...
Bright and Sunny

Engin ummæli: